Þórsnes SH árið 2018 og árið 2016


Fékk sendar ansi skemmtilegar myndir núna frá Hafþóri Benedikssyni sem er einn af eigendunm af BB og synir í Stykkishólmi.  

núna um haustið þá er vertíðin þeirra í það að aka fiski og sjá þeir um akstur á fiski fyrir meðal annars Gullhólma SH og Þórsnes SH 

Þórsnes SH er byrjaður á línu eftir að hafa verið á grálúðunetum í allt sumar og hefur Þórsnes SH verið á veiðum við norðausturlandið.  og landað meðal annars á Raufarhöfn.  

Fyrir tveimur árum síðan þá fór Hafþór líka á Raufarhöfn og sótti fisk af gamla Þórsnesi SH sem ég sjálfur á miklar tenginar við því eins og ég hef áður sagt þá var ég á sjó á bátnum þegar hann hét Bergur Vigfús GK

Fyrir tveimur árum síðan þá landaði gamla Þórsnes SH 40 tonnum og var það allt ekið til Stykkishólms,

núna var nýja Þórsnes SH með um 72 tonn sem eins og sést var flutt í 3 trukkum til stykkishólms sem er um 575 leið frá Raufarhöfn.  
hluti af aflanum hélt síðan áfram til Hellissands til vinnslu þar sem er 629 km ,


OG bara til að minna á það er flokkur á Aflafrettir sem heitir Ljósmyndir og sá flokkur er ykkar flokkur. þið hendið í mig myndum og þær fara þangað


Þórsnes SH á Raufarhöfn í október árið 2018, þrír trukkar frá BB bíða á bryggjunni,


Þórsnes SH gamli við bryggjuna á Raufarhöfn fyrir 2 árum síðan,


Myndir Hafþór Benediktsson