Ótrúleg grásleppuvertið hjá Hugrúnu DA. hirtu 1.sætið!

Þá er nýjsti grásleppulistinn komin á aflafrettir og þvílíkt óvænt á toppnum,


fyrir lista númer 10 þá var nokkuð ljóst að Sigurey ST var pikkfastur á toppnum með 110 tonn og litlar sem engar líkur voru á að einhver bátur myndi ná þeim,

enn nei strákarnir á Hugrúnu DA voru nú ekki á þeim skónum,

því eftir ansi ótrúlega mokveiði á grásleppunni þá enduðu þeir með 115,1 tonn og náðu þar með Sigurey ST á toppnum og eru því aflahæstir á grásleppuvertíðinni 2021,

það er nokkuð merkilegt með þennan bát því hann var eini báturinn á landinu sem réri frá lítilli höfn sem heitir Skarðstöð.

Um borð í Hugrúnu DA er Gísli Baldursson skipstjóri,  Baldur Þórir Gíslason sonur hans og franskur strákur sem heitir Quiten Monnier sem hefur róið með þeim feðgum í 5 ár.

Að sögn Baldurs þá var mokveiði hjá þeim og sem dæmi þá voru þeir að draga trossu eftir trossu með uppí 500 stykkjum í trossunni.

eins og Baldur sagði þá voru hendurnar alveg búnar eftir að hafa skorið einn daginn 7,5 tonn af sleppu og næsta dag á eftir 8,2 tonn . 

Allur aflinn fór til söltunar hjá Sæfrosti í Búðardal sem þeir eiga og reka, allt alls söltuðu þeir í 1400 tunnur.

en þeir tóku sleppu líka frá Breka Bjarnasyni sem gerir út Stormur BA.  

Skarðstöð er nú ekki beint höfn sem við sjáum oft báta landa í , enn Gísli faðir Baldurs hefur róið nokkuð þaðan með Þórði bróðir sínum 

á Geirmundi DA.

síðan 2003 þá hafa þeir róið frá Skarðstöð, og það má geta þess að báturinn Hugrún DA hét áður Bárður SH 


Áhöfns Hugrúnar DA eftir metgrásleppuvertíð,
frá Vinstri,  Quinten Monnier, Baldur Þórir Gíslason og Gísli Baldursson


Hugrún DA mynd Guðmundur St Valdimarsson