Rækja árið 2019.nr.7

Listi númer 7.Ennþá er Valur ÍS á toppnum og var báturinn núna með 25,5 tonn í 5 rórðum , komin með um 150 tonn frá áramótum sem er nú ansi mikill afli á ekki stærri báti,

Aðeins er að lagast veiðin hjá úthafsrækjubátunum,

Múlaberg SI 76 tonní 3

Vestri BA 73 tonn í 3

Gunnvör ÍS 10 tonní 2

Egill IS 15,2 tonn í 4

Dagur SK 53 tonn í 3

og Klakkur ÍS er kominn á veiðar en hann er að koma í staðin fyrir ÍSborgu ÍS 


Klakkur ÍS mynd Bergþór GunnlaugssonSæti áður Nafn Afli Róðrar Mest
1 1 Valur ÍS 148,8 26 26,4
2 6 Múlaberg SI 108,3 5 28,9
3 7 Vestri BA 99,5 5 26,1
4 3 Gunnvör ÍS 74,6 13 8,6
5 2 Halldór Sigurðsson ÍS 71,8 13 8,2
6 5 Egill ÍS 71,4 13 6,8
7 4 Ásdís ÍS 59,5 6 13,2
8 9 Dagur SK 56,1 4 21,4
9 8 Páll Helgi ÍS 21,9 16 3,1
10 16 Klakkur ÍS 903 15,5 1 15,5