Rækjutogarinn Ljósafell SU


Fyrir nokkru síðan þá var frétt um endalok Múlaberg ÓF sem er einn af 10 togurum sem komu til landsins árið 1973.  
Þessir togarar voru allir smíðaðir í Japan og fengu því viðurnefnið Japanstogar.

núna árið 2023 þá voru aðeins tveir eftir af þessum togurnum og eftir að Múlaberg ÓF bilaði og er í raun dæmt úr leik.

þá stendur eftir togarinn Ljósafell SU frá Fáskrúðsfirði.  

á Fáskrúðsfirði þá voru tveir togarar sem báðir voru Japanstogarar.  það var Ljósafell SU sem ennþá er til 

og Hoffell SU sem hét reyndar fyrst Hvalbakur SU.

Því var fagnað fyrir stuttu síðan að Ljósafell SU hefði veitt yfir 200.000 tonn af fiski þau 50 ár sem að togarinn hefur verið gerður út

Ljósafell SU hefur í gegnum tíðina svo til eingöngu veitt bolfisk og landað þeim afla í heimahöfn sinni Fáskrúðsfirði,

nema árið 1994.

þá voru bæði Hoffell SU og Ljósafell SU að landa á Fáskrúðsfirði , enn Ljósafell SU var sendur á veiðiskap sem togarinn fór síðan ekki aftur á.

Ljósafell SU var nefnilega sendur á rækjuveiðar.

það þýddi að Ljósafell SU veiddi rækju og landaði á Ísafirði, en Hoffell SU varð eftir og landaði bolfiski á Fáskrúðsfirði.

Ljósafell SU veiddi ekkert í um 2 mánuði árið 1994, en hóf veiðar um miðjan júní og þá frá ÍSafirði.  

Alls veiddi Ljósafell SU 604 tonn af rækju árið 1994 enn togarinn var á veiðum alveg til jóla það ár, 

og með rækjunni þá landaði togarinn 120 tonnum af fiski og öllu var landað á Ísafirði.

Október var stærsti mánuðurinn á rækjunni hjá Ljósafelli SU enn þá landaði togarinn 134 tonnum í rækju 

í 5 löndunum og auk þess 36 tonnum af fiski.

stærsta einstaka rækjulöndunin var 44 tonn af rækju í einni löndun.

Af hinum togaranum Hoffelli SU sem eftir var á Fáskrúðsfirði þá gekk honum nokkuð vel og landaði um 3900 tonnum árið 1994, allt bolfiskur.


Ljósafell SU mynd Þorgeir Baldursson