Rækjuveiðar í okt.1997. Ísrækjubátar


árið 2023 þá er vægast sagt mjög lítið um að vera varðandi rækjuveiðar, mjög fáir togarar á veíðum því þeir eru aðeins þrír, 
og enginn bátur á úthafsrækjuveiðunum ,

þess vegna hef ég ansi gaman að skoða aftur í tímann þegar mikil rækjuveiði var í gangi eins og á árunum 1990 til 2000,

hérna að neðan er listi yfir 20 aflahæstur rækjubátanna og togara í október árið 1997,

eins og sést þá var veiðin hjá bátunum gríðarlega góð , en auk þessa afla sem sést hérna að neðan þá voru þónokkrir frystitogarar sem lönduðu rækju
og bátar.  Bátarnir lönduðu alls 2700 tonnum af rækju og nokkrir þeirra eru inná þessum topp 20 lista,

athyglisvert að sjá að þarna voru togarar á veiðum á rækju sem iðulega voru á fiskveiðum, en fóru af og til líka á rækjuna

eins og t.d Bjartur NK, Sólberg ÓF og Hólmanes SU.

Framnes ÍS mokveiddi og endaði aflahæstur með 172 tonn í aðeins þremur löndunum og gerir það um 57 tonn af rækju í róðri,

af bátunum þá var Gestur SU aflahæstur, en það má geta þess að þessi bátur hét áður ÓSkar Halldórsson RE , og 
þessi mánuður Gests SU á rækju var fyrsti heili mánuðurinn hjá bátnum eftir að hann fékk nafnið 
Gestur SU.
Aðrir bátar á þessum lista eru 
Sigurborg HU
Þórir SF
Guðrún Þorkelsdóttir SU
Haförn EA
Sæþór EA
Erling KE 
Gaukur GK

Framnes ÍS mynd Guðmundur St Valdimarsson


Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1 1327 Framnes ÍS 708 172.6 3 67.9 Ísafjörður
2 1278 Bjartur NK 121 165.3 4 44.4 Skagaströnd
3 1397 Sólberg ÓF 12 163.1 4 51.4 Siglufjörður
4 1326 Stálvík SI 1 152.5 4 42.8 Siglufjörður
5 1346 Hólmanes SU 1 151.3 4 46.9 Bolungarvík
6 1307 Hríseyjan EA 410 148.3 4 53.2 Dalvík
7 1281 Múlaberg ÓF 32 145.0 4 49.1 Siglufjörður
8 1556 Arnarnúpur ÞH 272 144.5 5 31.5 Raufarhöfn
9 962 Gestur SU 160 144.5 6 38.3 Eskifjörður
10 1019 Sigurborg HU 100 140.9 4 31.5 Hvammstangi
11 978 Svanur EA 14 124.7 5 34.4 Dalvik
12 91 Þórir SF 77 123.3 4 35.9 Eskifjörður
13 1076 Guðrún Þorkelsdóttir SU 76 120.8 5 31.3 Eskifjörður
14 1753 Guðmundur Péturs ÍS 45 104.9 5 28.1 Ísafjörður
15 1980 Andey ÍS 440 98.8 3 42.2 Súðavík
16 1379 Haförn EA 955 97.2 4 30.5 Dalvik
17 1291 Sæþór EA 95.8 4 37.3 Dalvik
18 1020 Guðmundur Ólafur ÓF 40 95.2 3 40.1 Ólafsfjörður
19 120 Erling KE 140 93.2 4 28.7 Siglufjörður
20 124 Gaukur GK 660 87.5 5 24.3 Siglufjörður