Þrír bátar eru eftir!

Fyrir nokkru síðan þá var skrifuð frétt hérna á AFlafrettir um það hversu margir bátar myndu verða eftir við Sunnanvert landið á línuveiðum,


núna þegar að maí mánuður er svo til að verða búinn þá eru 3 bátar ennþá á veiðum við sunnanvert landið og er þá verið að miða við minni bátanna

sem eru á línu, ekki stóru bátanna,

Jón Ásbjörnsson RE er ennþá á veiðum við suðurströndina, en hann fór reyndar í slipp í um 10 daga 

Sævík GK er búinn að vera í Sandgerði og Grindavík og hefur gengið ansi vel hjá bátnum,

Ef við horfum á síðustu róðranna þá hefur báturinn landað 35 tonnum í 5 róðrum og reyndar mest af því er langa,.

í Sandgerði hefur Margrét GK verið á veiðum og eins og með Sævík GK þá hefur gengið vel hjá henni,

komin með 28 tonn í síðustu 6 róðrum og uppistaðan hjá Margréti GK hefur verið þorskur.

undanfarin ár þá hafa ekki margir bátar verið á línuveiðum við Suðurnesin og því verður fróðlegt að sjá hversu lengi þessir þrír bátar munu 

vera á veiðum við sunnanvert landið.



Margrét GK Mynd Gísli Reynisson