Risamánuður hjá Drangey SK

Maí mánuður komin á enda og hvað er þá betra þegar ég er staðsettur núna þegar þessi orð eru skrifuð að ég er í Skagafirðinum 


með hóp af skólakrökkum í ferðalagi að maður minnist á togarann Drangey SK sem er gerður út frá Sauðárkróki,

Drangey SK átti nefnilega gríðarlega góðan maí mánuð, því að togarinn var aflahæstur allra togara í maí og það með mjög miklum yfirburðum,

Heildaraflinn hjá Drangey SK í maí var um 1263 tonn í 7 löndunum,

Drangey SK var við veiðar að mestu fyrir sunnan og vestanvert landið og landaði öllum aflanum sínum á Grundarfirði, nema síðasta túrnum sem landað var 

á Sauðárkróki.

Kíkjum á túranna.

Túr 1.  var 254 tonn og af því var þorskur 210 tonn.

Túr 2. var 248 tonn eftir 6 daga á veiðum og þorskur af því var 170 tonn,

Túr 3 var moktúr, því hann var ekki nema um 3,5 daga langur og kom Drangey SK í höfn með 209 tonn eða um 60 tonn á dag.

túr 4 var líka stuttur aðeins 3 dagar og kom Drangey SK þá með 135 tonn eða 45 tonn á dag

túr 5 var líka ekki nema 3 dagar og kom þá Drangey SK með 109 tonn í land,

túr 6 var enn einn 3 daga túrinn og var þetta líka síðasta löndun skipsins í Grundarfirði og kom togarinn með 176 tonn eða 59 tonn á dag

Túr númer 7 sem var síðasti túrinn í maí,  þeim afla var landað á Sauðárkróki og kom togarinn þar með 130 tonn eftir um 4 daga höfn í höfn.

Semsé risamánuður hjá áhöfninni á Drangey SK þar sem 1263 tonn komu á land 


Drangey SK mynd Bergþór Gunnlaugsson