Risaróður hjá Bíldsey SH, yfir 30 tonn


Núna í haust þá er búið að vera þónokkuð mikið um línubáta sem eru á veiðum fyrir norðan land

og mikið af þeim bátum er 30 tonna línubátarnir sem flestir leggja tvær lagnir og landa á tveggja daga fresti.

Þórsnes ehf
Þórsnes ehf í Stykkishólmi er með tvo báta sem eru á línuveiðum og hafa landað á Siglufirði.

þetta eru Gullhólmi SH og Bíldsey SH.

Báðir bátarnir hafa veitt nokkuð vel núna í október, 

og í síðustu þremur róðrum hjá bátunum þá hefur Bíldsey SH landað 80,3 tonnum 

og Gullhólmi SH landað 60,6 tonnum,

Bíldsey SH og Metróðurinn
í einum af þessum þremur róðrum hjá Bíldsey SH þá kom báturinn gjörsamlega drekkhlaðinn til Siglufjarðar og aflinn sem báturinn kom með

er mesti afli sem að báturinn hefur komið með í land frá því að báturinn var smíðaður

því landað var úr bátnum alls 32,8 tonnum, sem eins og gefur að skilja er drekkhlaðinn báturinn og meira til.

það er nú ekki oft að bátar í þessum stærðarflokki nái yfir 30 tonna afla í einni löndun en þó hefur það gerst.

Guðmundur Óli Sigurðsson er skipstjóri á Bíldsey SH og sagði hann í samtali við Aflafrettir.is að þeir voru á veiðum við Grímsey.

lögðu tvær lagnir, alls 18600 króka í hvorri lögn.

samtals voru þetta því 37200 krókar

og ef við reiknum það á bala þá er þetta 372 kíló á bala.

" ótrúlega góður bátur"
en hvernig gekk að koma þessum gríðarlega mikla afla fyrir í bátnum.

jú öll kör í bátnum voru notuð en í bátnum voru 40 kör og var lestin fyll af körum, síðan voru kör á dekkinu,  á efra dekki

og meira segja settu þeir 2 kör uppá brúnna.

laust var efst í lestinni sem og smá á dekkinu, enn það var allt ísað með krapa.

Mjög gott veður var þennan túr og það gerði allt auðvelt eins og Guðmundur sagði.  

Um bátinn þá sagði Guðmundur " að báturinn var eins og hugur manns, ótrúlega góður bátur og þolinn aflann vel"

 Meðalvigtin
Kári Geir Jensson hjá Þórsnesi ehf í Stykkishólmi sagði að meðalvigtin hjá Bíldsey SH þennan risatúr hefði verið rétt undir 4 kílóum, 

en allur þorskurinn var tekinn til vinnslu, og má geta þess að Gullhólmi SH landaði líka þennan sama dag og var samtals ekið 

til Stykkishólms um 50 tonnum af þorski af þessum tveimur bátum.




Bíldsey SH með metaflann, 32.8 tonn, Myndir Guðmundur Óli Sigurðsson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss