Risatúr hjá Ilivileq

Í gegnum tíðina þá er það orðið reglubundið í Reykjavík og í Hafnarfirði að þar komi erlendir togar og línuskip til löndunar


eitt af þeim nöfnum af skipum sem hafa átt fasta viðkomu í Reykjavík er grænlenski togarinn Ilivileq,  

Gamli togarinn Ilivileq átti ansi margar landanir  í Reykjavík og nokkuð margar fréttir voru skrifaðar um þann togara

t.d að togarinn kom eitt sinn með 1700 tonn í land í einni löndun,



þegar að skipið kom um mitt ár árið 2020 þá hét togarinn Ilivileq og hóf veiðar um mitt árið 2020.

Núna fyrir nokkrum dögum síðan þá kom togarinn til Reykjavíkur með einn allra stærsta farm sem að togari hefur komið með 

til landsins.

Togarinn kom til smá milli löndunar í janúar til Reykjavíkur og var þá með 237 tonn,

síðan kom togarinn aftur enn núna til Hafnarfjarðar og með engann smá afla, því landað var úr togaranum alls 2100 tonnum 

eða nákvæmtlega 2099,6 tonn.  alls gerði því þessi túr 2336,4 tonn.

uppistaðan í þessum risatúr var þorskur eða 2211 tonn.

Túrinn í heildina var um 38 daga langur og það gerir þá um 61 tonn á dag sem er gríðarlega góð veiði

auk þess kom skipið með 180 tonn af mjöli og 70 tonn af lýsi en um borð er fiskimjölsverksmiðja og því er allt nýtt sem er veitt

Aflaverðmætið er áætlað um 760 milljónir króna 

Skipstjóri í þessum risatúr var Páll Þórir Rúnarsson og er skipið farið aftur út til veiða og skipstjóri í 

næsta túr er Guðmundur Kristján Guðmundsson



Mynd Magnús Þór Hafsteinsson