Risatúr hjá Sólbergi ÓF yfir 1500 tonn

þá er nýjasta uppfærsla af frystitogurnum kominn á síðuna 


og eins og stendur við listann þá var aflinn hjá frystitogurnum mjög góður

 Sólberg ÓF með risatúr
og það góður að togarinn Sólberg ÓF kom með sína stærstu löndun eftir veiðar á Íslandsmiðum

Togarinn kom nefnilega með risalöndun til Siglufjarðar snemma í ágúst og var aflinn alls 1553 tonn miðað við óslægt

uppistaðan í aflanum var þorskur eða um 679 tonn og ýsa um 335 tonn.

Túrinn sjálfur var aðeins 32 dagar höfn í höfn, og er þetta því um 48,5 tonn á dag.

 Mannskapurinn
Þetta er rosalegur afli,   Einar Núma var skipstjóri á Sólbergi ÓF í þessum risatúr og 

sagði hann að svona afli og árangur næðist ekki nema góðum mannskap.  en margir sem eru á Sólbergi ÓF 

voru líka áður á Sigurbjörgu ÓF og Mánabergi ÓF.  Víðir fyrrum skipstjóri á Kleifabergi ÓF

það sama að mannskapur skiptir höfuðmáli ef veiðar og vinnsla á að ganga vel,

 Aflaverðmætið
Aflaverðmætið úr þessum risatúr hjá Sólbergi ÓF var líka mjög gott eða alls 883 milljónir króna

þetta eru um 569 krónur á kíló.

 túrinn á undann
Það má geta þess að túrinn á undan þessum risatúr þá kom Sólberg ÓF líka með yfir eitt þúsund tonn í land

því þá landaði togarinn 1313 tonnum eftir 34 daga túr, það gerir um 39 tonn á dag

aflaverðmætið úr þeim túr var um 800 milljónir króna

Sigþór Kjartansson var með skipið í þeim túr

og þessir tveir túrar hjá Sólbergi ÓF hafa því alls verið 2865 tonn og aflaverðmætið tæpir 1.7 milljarður króna

Sólberg ÓF mynd Vigfús Markússon

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss