Þristur ÍS ( fyrrum Brimnes BA ) ónýtur eftir mikin eldsvoða


um klukkan 23:30 laugardagskvöldið 29 apríl barst tilkynning um að bátur væri að brenna í SAndgerðishöfn,.

Báturinn sem um ræðir er Þristur  ÍS, sknr 1527 sem lengi var gerður út frá Patreksfirði og hét þar Brimnes BA 

Slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja kom á vettvang og kom í ljós að eldur var í rafmagnstölfu í vélarrúmi bátsins.
tókst að slökkva þann eld, ekki mikill eldur var þá enn mikil reykur um allan bát.
í morgun um 7 leytið þá kom aftur upp eldur í bátnum og í kjölarið þá
komst eldur í veiðarfæri bátsins, og fyrstu þrjár myndirnar hérna að neðan eru teknar af föður mínum.  Reynir sveinssyni
og sýna þær mjög mikil svartan reykt sem kom þegar að eldurinn komst í veiðarfæri bátsins.

þegar að ég mætti á svæðið um 1030 þá hallaði báturinn mjög mikið og var talin hætta á að báturinn myndi sökkva í höfninni,
Hann náði þó að reisa sig af,  því byrjað var að dæla úr honum,

eins og sést á neðri myndum þá er tjónið á bátnum gríðarlegt og bendi til að mynda á mynd númer 7, en þar sést
að brúin hefur svo til bráðnað.

Þristur ÍS er í eigu Hafnarnes /Ver ehf í Þorlákshöfn, og hafði stundað sæbjúguveiðar undanfarin ár með mjög góðum árangri

en hafði þó lítið róið núna árið 2023, og fór aðeins í þrjá róðra árið 2022.

báturinn hafði verið í Hafnarfirði og var verið að breita honum í dragnótabát og var hann með ný veiðarfæri um borð.

eins og sést þá er báturinn ónýtur eftir þennan bruna, og þetta er annar bátsbruni á Suðurnesjunum núna á stuttum tíma.
en stutt er síðan að Grímsnes GK brann.
enginn var um borð í Þristi ÍS þegar hann brann.






Myndir Reynir SVeinsson 














Myndir Gísli reynisson