Rosaleg byrjun hjá Þórir SK glænýjum árið 1996.

þegar að útgerðarmenn eða fyrirtæki kaupa sér nýjan bát þá skiptir oft máli að byrja útgerð sína vel með nýjan bát


ég skrifaði fyrir stuttu síðan um ansi magnaðan fyrsta túr hjá Málmey SK eða túr númer 1 hjá togaranum eftir að hann 

hét Málmey SK.  

árin frá 1990 og til 2000 voru gríðarlega góð rækjuár og í Skagafirðinum var oft á tíðum mokveiði hjá rækjubátunum ,

ég hef skrifað hérna um rækjubátinn SAndvík SK sem árið 2023 heitir Ragnar Alfreðs GK.

Á Sauðárkróki var til útgerðarfélag sem hét Þórir sf.  gerði það fyrirtæki út eikarbát sem hét Þórir SK 16, og var sá bátur

meðal annars gerður út á rækju í Skagafirðinum .  var þessi bátur um 15 tonn af stærð og 13 metra langur,

árið snemma árs árið 1996 þá kaupir Þórir sf 12 tonna stálbát sem hafði legið í Njarðvíkum.  þeim fannst báturinn aðeins og lítill

og fengu Skipavík HF í Stykkishólmi til þess að breyta bátnum.  var honum breitt á þann veg að hann var breikkaður um 80 cm, lengdur um 50

cm.  þilfarinu var lyft upp að hluta til og breytingar gerðar á gálga og togspilum,

Rosalegir fyrstu tveir mánuðirnir
Nýi Þórir SK 16 hóf veiðar á rækjunni í mars árið 1996, og ég held svei mér þá

að byrjuninn hjá bátnum sé einhver sú rosalegasta sem ég hef séð á glænýjum báti.

í mars og í apríl þá réri báturinn mjög stíft á rækjunni og mokveiddi,

því samtals í mars og apríl þá veiddi  glænýji Þórir SK alls 240,9 tonn af rækju í 44 róðrum eða 5,5 tonn í róðri að meðaltali.

í apríl þá voru nokkrir róðrar yfir 9 tonn af rækju og stærsti róðurinn var 10,8 tonn af rækju í einni löndun,

í mars þá landaði Þórir SK 16 samtals 118,3 tonn í 22 róðrum 

og í apríl þá landaði Þórir SK alls 122,3 tonn í 22 róðrum .

og má geta þess að í apríl 1996 þá réri Þórir SK alla daga frá 

20 april til og mest 30 april og landaði þá samtals 74 tonnum í 11 róðrum eða sem gerir 6,7 tonn í róðri,

af þessum róðrum þá voru alls fjórir sem voru yfir 9 tonn.

já ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessi byrjun hjá glænýjum báti sem hét Þórir SK 16

á rækju árið 1996 sé ein sú magnaðsta sem ég hef rekið augun í .

þess má geta að báturinn hefur ekki landað einu grammi af fiski núna síðan 2016, enn Arnarlax á bátin í dag og heitir hann

Boggi Ljósa BA 

Því miður þá var enginn mynd til að Þórir SK 16


Bára SH mynd Ríkarður Ríkarðsson,  Upprunalega Þórir SK 16