Seir M-104-H tekin við ólöglegar veiðar útaf Sandgerði


Það er nú ekki mikið um það að erlend fiskiskip séu staðin að ólöglegum veiðum hérna við Ísland

þetta var mjög algengt á þeim tímum þegar að landhelgin í kringum ísland var færð út í 12 mílur,  50 mílur og í 200 mílur .

þetta gerðist þó núna um miðjan apríl 2023 að vakstjórar í stjórnstöð landhelgisgæslunnar urðu varir við að Norskt línuskip 
væri á veiðum innan bannsvæðis beint út frá Sandgerði, 
Þarna á þessu svæði eru veiðar bannaðar útaf hrygningarstoppi.

Vakstjórar höfðu samband við Norska bátinn og viðurkenndi vakthafandi skipstjórnarmaður að þeir væru á veiðum,

þeim var gert ljós að þeir væru á veiðum innan bannsvæðið og væri ekki leyfilegt að stunda þarna veiðar.

Skipinu var vísað til hafnar og kom til Reykjavíkur og var þar stopp í um 7 klukkustundir og fóru síðan aftur út vil veiðar þá útá Reykjaneshrygg.

við þessu broti er sektarákvæði og ekki er vitað nú þegar hversu mikil sektin er, enn hún er eitthvað um og yfir 1.milljón króna,

Báturinn sem um ræðir þarna var línubáturinn Seir M-104-H sem nýlegur línubátur. smíðaður árið 2019

og er 53 metra langur, 11 metra breiður og mælist um 1200 tonn af stærð.

Núna á þessu ári þá hefur báturinn landað 1017 tonnum í þremur róðrum, mest 429 tonn í róðri og síðasti róður

áður enn Seir kom til íslands var 330 tonna löndun.  


Seir Mynd Harald Tomassen