Setti Jónína Brynja ÍS Íslandsmet í Maí?

eins og kemur fram á listanum bátar yfir 21 Bt í maí , þá voru 3 bátar sem náðu að veiða yfir 300 tonn í maí mánuði,


aflahæstur var Jónína Brynja ÍS sem fór í 347 tonn í 28 róðrum,

Skipstjórar á bátnum eru þeir Jóhann Kristjánsson og Sigurður Hálfdánarson

en tókst  það??.

það er ekki algengt að krókabátar nái að veiða yfir 300 tonn á einum mánuði og hvað þá þrír bátar.

það hefur þó gerst áður.

Hrólfur Einarsson ÍS 

Í júní árið 2013 þá var báturinn númer 2822. sem í dag heitir Særif SH .

þessi bátur hét þá Hrólfur Einarsson ÍS og var þá styttri enn báturinn er í dag og að auki þá var hann að róa með bala.

Hrólfur Einarsson ÍS landaði í júní árið 2013 alls 348,9 tonnum í 26 róðrum eða 13,4 tonn í róðri.

Og var þetta mesti afli sem krókabátur hefur náð á einum mánuði og er því Íslandsmet

Eins og sést þá var Jónína Brynja ÍS ótrúlega nálægt því að slá metið sem að Hrólfur Einarsson ÍS setti árið 2013.

en það munar ekki  nema um 1,9 tonni á aflanum,

og höfum í huga að Hrólfur Einarsson ÍS var á bölum 

og til að bæta ennþá á þennan afla sem að balabáturinn Hrólfur Einarsson ÍS fékk í júní árið 2013 þá má geta þess

að báturinn var ekki bara aflahæstur allra smábáta eða krókabáta á landinu, heldur var hann líka aflahæstur allra línubáta á landinu í júní 2013.Hrólfur Einarsson ÍS núna Særif SH mynd Trefjar.is


og p.s þessi frétt er skrifuð inní rútu staðsett á Vindheimamelum í Skagafirði, :)