Siggi Bessa SF kominn með nýja yfirbyggingu

Unnsteinn Þráinsson hefur síðan árið 2008 gert út bát sem heitir Siggi Bessa SF.  

Báturinn hefur kanski ekki verið í neinum slagi um aflahæsta bát í þorskveiðunum enn hefur aftur á móti verið 

mjög mikill aflabátur í makrílveiðunum , enda var Unnsteinn einn af þeim fyrstu til þess að hefja makrílveiðar á handfæri á íslandi

hann hóf veiðar með núverandi Sigga Bessa SF á makríl strax árið 2008 þegar hann keypti bátinn.  

 Heimsmet í ágúst 2016?
Árið 2016 þá var Siggi Bessa SF aflahæstur allra makrílbáta á íslandi þegar hann landaði yfir 500 tonna afla.

en ágúst mánuður árið 2016 var rosalegur hjá Unnsteini,


því í ágúst árið 2016 þá landaði Siggi Bessa SF 346,5 tonní 41 róðrum sem er rosalegur afli

Enginn handfærabátur á Íslandi hefur landað eins miklum makríl afla á einum mánuði og Siggi Bessa SF gerði þarna í ágúst 2016

í 13 skipti landaði báturinn tvisvar sama daginn og í eitt skipti þá landaði báturinn þrisvar sama daginn,


 Sandgerði
Allavega í lok janúar þá kom Unnsteinn með Sigga Bessa SF til Sandgerðis og var hann tekin í hús hjá Sólplasti í Sandgerði,

og þar var  unnið í honum í allan vetur við að smíða nýja yfirbyggingu á bátinn auk þess að skipt var um ljósavél í bátnum

Unnsteinn sagði í stuttu samtali við  Aflafrettir að 

Yfirbyggingin er hönnuð að mestu i Sólplast með tilliti til makrílveiða.en þarf að breita makrílbúnaði lítilsháttar aðalega uppsetningu kefla og staðsetningu færarúlla.

og bætti svo við flott vinna hjá Sólplasti

Já óhætt er að segja að vinnan hjá Sólplasti er flott því báturinn lítur mjög vel út, enn fyrsta verkefni bátsins verður einmitt makrílveiðar á handfæri

og fer síðan á línu með beitningavél og uppstokkara en línan er unnin í landi.

Aflafrettir óska Unnsteini til hamingju með breytinguna.


















Mynd fyrir breytingu

Myndir Gísli Reynisson