Síldveiðar á Happasæl GK 225 árið 1983

Ég gæti skrifað marga pistla á  hverjum degi með aflatölur aftur í tímann.  


og hef ansi gaman af því að fara með ykkur í ferðalag,

núna förum við aðeins lengra aftur í tímann enn til ársins 2001 sem ég hef verið að fara með ykkur,

árið 1983 þá voru ansi margir báta á síldveiðum og skiptust þeir bátar í 2 hópa.  einn flokkurinn stundaði veiðar í nót og hinn hópurinn stundaði veiðar með reknetum,

Einn af þeim bátu sem stundaði veiðar með Nót og var einn af aflahæstu bátunum var Happasæll GK 225, nei þetta er ekki Happasæll KE sem við þekkjum í dag sem Grímsnes GK,

Þessi bátur var með skipaskrárnúmerið 1036 og endaði sögu sína undir nafninu Stakkavík ÁR.  Upprunalega var þessi bátur Guðbjörg ÍS .

Happasæll GK stundaði veiðar með nót og byrjaði veiðar snemma í nóvember og var reyndar fyrsti róðurinn mjög lítil.  ekki nema 5,1 tonn,

Happasæll GK landaði fyrstu löndun sinni sem og löndun númer 2 á Reyðarfirði og róður númer 2 var 46 tonn,

 Suður
 Síðan færi báturinn sig suður og landaði í Grindavík 64 tonnum,

kom síðan aftur þangað með 114,5 tonn,

og síðasta löndun bátsins í nóvember var 124 tonn,

 Desember
 Hann var góður.  Happasæll GK kom 4.desember með fullfermi 157 tonn til Grindavíkur

og 5 dögum síðan þá kom báturinn með 148 tonn sem landað var í Sandgerði,

Alls var því síldarafli Happasæls GK  þennan rúma einn mánuð sem báturinn var á veiðum.

658 tonn í 7 róðrum.


Happasæll GK Mynd Vigfús Markússon