Sjávarútvegsráðuneytið um togveiðarnar.


SVona áður enn lengra er haldið. mér myndi þykja vænt um ef þið gætuð farið og myndað ykkur skoðanir á framtíð Aflafretta.


Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir.is í Þessari frétt hérna  að þá voru línusjómenn ekki ánægðir með að togbátarnir

væru að toga á sömu slóðum og þeir voru með línu sína utan við Sandgerði.  

Aflafrettir höfðu þá ansi oft fengið fregnir af árekstrum á miðunum þarna fyrir utan 

í fyrstu fréttinni var sagt sjónarmið línusjómanna,  en eftir að hafa grennslast fyrir um viðbrögð annara skipstjóra sem og 

útgerðarmanna eins og þá sem gera út línubátanna.  að þá er sameiginlegt hljóð þeirra að þetta mál eigi að vinnast

í sameiningu og án þess að til árekstra komi á miðunum.

Enn hvað segir Sjávarútvegsráðuneytið um þetta

Aflafrettir sendu póst á þá um miðjan nóvember síðastlinn og hérna að neðan er svar frá Sjávarútvegsráðuneytinu,
Varðar línu- og netasvæði vestur af Garðskaga.
Í 5. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, er fiskiskipum í flokkum 2 og 3 heimilað að stunda veiðar með botnvörpu á svæði:
E.3. Allt árið utan línu sem dregin er 4 sjómílur utan viðmiðunarlínu frá línu réttvísandi suðvestur frá Reykjanesaukavita (vms. 34) að línu réttvísandi vestur frá Malarrifi (vms. 38).

Skilgreining á flokki 2 er:
Fiskiskip lengri en 29 metrar en styttri en 42 metrar með aflvísa lægri en 2.500. Enn fremur fiskiskip styttri en 29 metrar en með aflvísa 1.600 og hærri. Í þennan flokk falla einnig fiskiskip 39 metrar og styttri sem togveiðiheimildir höfðu eftir þeirri viðmiðun skv. 3. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, enda verði ekki um aukningu á aflvísum þeirra að ræða eftir 1. júní 1997.

Skilgreining á flokki 3 er:
Fiskiskip styttri en 29 metrar, enda séu þau með lægri aflvísa en 1.600. Enn fremur fiskiskip 26 metrar og styttri sem togveiðiheimildir höfðu eftir þeirri viðmiðun skv. 3. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, enda verði ekki um aukningu á aflvísum þeirra að ræða eftir 1. júní 1997. Enn fremur öll fiskiskip með aflvísa 1.200 eða lægri.

Svæðinu út af Garðskaga var lokað með reglugerð (til eins árs í senn) fyrir veiðum með fiskibotnvörpu frá árinu 2000 til 2015 frá áramótum til aprílloka. Þessu svæði var ekki lokað vegna fiskifræðilegra sjónarmiða þ.e. lokunin snerist ekki um verndun á smáfiski. Forsenda lokunarinnar sem kom til að frumkvæði skipstjórnarmanna á Suðurnesjum var fremur til að draga úr árekstrum milli kyrrstæðra og dreginna veiðarfæra aðallega þorskaneta og fiskibotnvörpu.

Afli
Ráðuneytið óskaði upplýsinga frá Fiskistofu um fjölda togskipa sem stunduðu veiðar á svæðinu út af Garðskaga tímabilið 1. jan. 2020 til 30. apr. 2020 og hins vegar magn landaðs afla úr viðkomandi veiðiferðum.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu stunduðu fjögur togskip veiðar á svæðinu út af Garðskaga tímabilið 1. jan. til 30. apr. 2020 í tvo til þrettán daga alls 35 daga.
Afli þessara togskipa í umræddum veiðiferðum var frá um 70 til 415 tonn, alls um 930 tonn (þorskur 310 tonn, kolateg. 215 tonn, ufsi 130 tonn, ýsa 114 tonn, gullkarfi 96 tonn, steinbítur 48 tonn og annar afli 19 tonn).
Samkvæmt leiðarlínum (tracki) sást að skipin voru í öllum tilvikum hluta úr hverri veiðiferð inn í fyrrgreindu hólfi og því ljóst að einungis hluti aflans var fenginn á svæðinu út að Garðskaga.

Hérna er svo mynd af einum af þeim togbáti sem hefur stundað veiðar þarna 


Sturla GK mynd Vigfús Markússon