Smábátarnir árið 1963

Einn er sá útgerðarflokkur sem hefur kanski má segja teygst á í gegnum tíðina.  það eru flokkur smábáta eða eins og það var kallað


hér áður, trillur.  í fyrstu voru þetta allt litlir eikarbátar og margir hverjir voru opnir og voru þá allir undir 10 tonnum af stærð.

uppúr 2006 þá var orið leyfilegt að hafa smábáta allt upp í 15 tonn af stærð og voru þá bátarnir farnir að ná að fiska yfir 1000 tonn á ári.

áfram var teygt á reglunum og í dag heitir þetta krókakerfi og mega bátarnir vera uppað 30 tonnum að stærð.

hinir eiginlegu smábátar eða trillur og það eru þá bátar sem eru undir 8 tonn af stærð eru að langmestu leyti gerðir út

á sumrin á strandveiðunum og var í ár um 900 bátar í þessum flokki á veiðum og aflaði um 12 þúsund tonn af fiski.

enn hvernig var þetta fyrir mörgum árum síðan.

1963

Ég hef safnað saman aflatölum um smábáta frá árinu 1963 og ætla aðeins að sýna ykkur.

árið 1963 þá voru smábátarnir allt bátar sem voru minni enn 8 tonn og allt voru þetta eikarbátar.  

alls eru 509 bátar á skrá og auk þess voru um 150 einstaklingar sem réru á ónafngreindum trillum og var þá aflinn hjá þeim 

skráður miðað við nöfn þess sem réri bátunum.  

Einstaklingar

t.d má nefna Árni Tryggvason faðir Örn Arnarsonar leikara. Árni réri frá Hrísey.  síðan má nefna Vilhelm Þorsteinsson og Baldvin Þorsteinsson

Aflahæsti einstaklingurinn árið 1963 var þó  maður að nafni Guðjón Daníelsson sem réri á báti sínum frá Reyðarfirði.

Guðjón landaði alls 36,5 tonnum í 50 róðrum.

Þess má geta að Guðjón lifði ansi lengi.  hann fæddist árið 1913 og lést árið 2016, var því 103 ára gamall..  og hafði þá 

t.d endurnýjað ökuskírteinið sitt þegar hann var 101 árs gamall.  

Hann fæddist á Kolmúla við Reyðarfjörð og sjómaður á yngri árum meðan annars á togaranum Arinbjörn Hersir RE, síðan 3 vertíðir

í Vestmannaeyjum.  

Hvaða hafnir voru stærstar?.

Þetta er nokkuð áhugavert.  núna árið 2021 er t.d Sandgerði, Ólafsvík, Skagaströnd, Patreksfjörður og Bolungarvík stærstu hafnirnar 

varðandi smábátanna, enn enginn af  þessum höfnum átti einhvern fjölda af smábátum árið 1963. 

Langflestir smábátanna voru að róa frá Norðurlandinu og stærsta höfnin var Ólafsfjörður þar sem voru um 50 bátar á skrá og Húsavík

þar sem voru um 40 bátar á skrá.    

Þó voru langflestir bátanna að róa í Eyjafirðinum og var það þá frá Akureyri, Hjalteyri, Dalvík, Grenivík og Hrísey.  

á þessum svæðum voru einstaklingar og bátar,

 Heildaraflinn
alls lönduðu þessir bátar 13370 tonnum og ef afli einstaklinganna er tekinn með þá var aflinn tæp 14 þúsund tonn.

Tveir bátar réru í yfir 200 róðra og var Anna EA með flesta eða 242, Þorlákur EA kom síðan með 204, báðir frá Akureyri,

síðan kom Kristján ÞH með 182 róðra

40 aflahæstu
Hérna að neðan má sjá 40 aflahæstu smábátanna árið 1963 og eins og sést þá voru alls 20 bátar sem yfir 100 tonnin náðu

og aðeins einn bátur náði yfir 200 tonnin, 

Sigurfari ÍS sem var 4,7 tonn af stærð.  Gunnar Ólafsson SK 92 var svipaður að stærð 

Engar myndir fundust af báðum þessum bátum og eru því myndir teknar sem ljósmyndir úr bókinni ÍSlensk skip



Sæti Nafn Afli Landanir Höfn Meðalafli
1 Sigurfari ÍS 99 207.6 160 Bolungarvík 1.29
2 Gunnar Ólafsson SK 92 194.6 121 Sauðárkrókur 1.61
3 Kristján ÞH 26 193.1 182 Húsavík 1.06
4 Andvari NK 109 179.9 80 Neskaupstaður 2.24
5 Klukkutindur SH 145.5 81 Rif 1.79
6 Sæfari ÞH 71 145.2 144 Húsavík 1.01
7 Sigurvon ÞH 67 141.1 107 Raufarhöfn 1.31
8 Axel Jónsson SK 200 134.2 116 Sauðárkrókur 1.15
9 Kristbjörg NK 10 128.7 68 Neskaupstaður 1.89
10 Björg SI 84 124.1 94 Siglufjörður 1.31
11 Anna EA 117.3 242 Akureyri 0.484
12 Sæborg SF 47 113.9 81 Hornafjörður 1.41
13 Felix SH 122 113.8 86 Stykkishólmuf 1.32
14 Sleipnir VE 303 112.7 84 Vestmannaeyjar 1.34
15 Þorlákur EA 169 111.6 204 Akureyri 0.547
16 Rán NK 12 110.9 62 Neskaupstaður 1.78
17 Ásgeir ÞH 304 105.9 86 Húsavík 1.23
18 Jón Björnsson GK 350 102.9 82 Sandgerði 1.25
19 Valborg GK 101.5 66 Sandgerði 1.53
20 Hlýri VE 305 100.9 73 Vestmannaeyjar 1.38
21 Sigurfari SH 2 99.7 69 Stykkishólmuf 1.44
22 Hamar SH 170 98.2 62 Rif 1.58
23 Farsæll ÞH 68 97.3 98 Húsavík 0.992
24 Vonin SU 386 96.6 62 Fáskrúðsfjörður 1.55
25 Litlitindur SU 508 91.9 63 Fáskrúðsfjörður 1.45
26 Otur EA 162 89.9 78 Dalvík 1.15
27 Blíðfari GK 34 87.2 44 Vogar 1.98
28 Týr SU 185 87.1 66 Eskifjörður 1.32
29 Sporður ÞH 175 86.9 60 Húsavík 1.44
30 Þórður ÞH 92 85.8 83 Húsavík 1.03
31 Alda SH 84.1 36 Stykkishólmuf 2.33
32 Fóstri NK 74 83.9 104 Neskaupstaður 0.806
33 Máni EA 177 82.6 112 Akureyri 0.737
34 Hringur BA 201 82.6 59 Patreksfjörður 1.4
35 Jón Geir EA 80.1 149 Akureyri 0.537
36 Birkir EA 672 77.9 85 Akureyri 0.916
37 Jón Hannesson ÓF 17 76.3 96 Ólafsfjörður 0.794
38 Svanur BA 19 76.2 70 Patreksfjörður 1.08
39 Valur SU 68 75.8 52 Eskifjörður 1.45
40 Glaður SU 60 75.6 54 Fáskrúðsfjörður 1.4



Sigurfari ÍS þarna á myndinni Birtingur ÞH


Gunnar Ólafsson SK þarna á myndinni Andri BA .