Spærlingur sem aukaafli.

Þá er nýjasti uppsjávarlistinn kominn hérna á aflafrettir



Nokkuð mikið af aukafiski kemur í veiðarfæri uppsjávarskipanna.  

eins og ufsi, karfi, ýsa, þorskur, grásleppa, smokkfiskur og gullax.

enn ein er þó tegund sem langmest kemur að

pg er það Spærlingur.  

Spærlings veiði var að nokkru stundum hérna við land á tímabili frá sirka 1970 og fram að 1980.

helst voru það togbátar frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn sem voru þá á þeim veiðum.  

Til að mynda má nefna að árið 1979 þá landaði togbáturinn Suðurey VE alls 1800 tonn af spærlingi og hóf báturinn veiðar

þá í apríl og fram í maí, og fór síðan aftur á spærling í ágúst og fram í október.

Núna árið 2021 þá er enginn bátur sem beinlínis er beint á spærlingsveiðum , enn spærlingur kemur samt sem áður

í veiðarfæri uppsjávarskipanna og það í nokkru magni, þ

því alls hafa komið á land 1042 tonn af spærling.  

helst hefur spærlingurinn komið með sem aukaafli þegar að skipin hafa verið á síldveiðum,

3 skip hafa veitt yfir 100 tonn af spærling,

AFlahæstur er Ísleifur VE með 207 tonn

Síðan er Sigurður VE með 160 tonn

næstur er Beitir NK með 117 tonn

Vilhelm Þorsteinsson EA með 82 tonn og Börkur NK nýi með 73 tonn.

Hvað er gert við spærlinginn, jú hann er allur bræddur.



Ísleifur VE mynd Hólmeir Austfjörð