Stærsti útgerðarbær á Íslandi árið 1995.

áfram er ég að vinna í árinu 1995.


MArgir hafa kanski tekið eftir að ég skrifa oft ansi mikið um Sandgerði enda er jú Sandgerði heimabærinn minn

en saga Sandgerðis sem útgerðarbær í gegnum árin er ansi merkileg

og til að mynda á árunum frá um 1960 og vel fram yfir aldamótin 2000 þá var Sandgerði sú höfn sem hafði flestar landanir á hverju ári.

útgerð frá Sandgerði var oft á tiðum mjög oflug og voru t.d Rafn HF,, Njörður HF og náttúrlulega Miðnes HF allir sem voru mjög stórir útgerðaraðilar og 

gerðu út frá Sandgerði,

árið 1995 þá var Sandgerði höfuð og herðar yfir alla aðra bæði á íslandi í sambandi við fjölda landanna og líka fjölda báta sem lönduðu,

Heildarlandir allra báta á íslandi árið 1995 voru um 92 þúsund talsins.

löndunarmestu hafnirnar árið 1995 voru þá 

Húsavík með um 5000 landanir.

Grindavík með 5462 landanir

Ólafsvík með 7300 landanir

og Síðan Sandgerði með 9173 landanir eða tæplega 10% af öllum löndunum á íslandi árið 1995,

á bak við þessar landarnir voru ansi margir bátar því alls komu til Sandgerði árið 1995 277 bátar.

þetta er gríðarlegur fjöldi og má nefna að á vertíðinni þá voru allt að 120 landanir á dag.

á þessum tíma voru ansi þekkt  nöfn að landa þar

t.d togarinn Ólafur Jónsson GK.

Haukur GK og Sveinn Jónsson GK

síðan voru netakóngarnir Grétar Mar á Bergi Vigfús GK og Oddur Sæm á Stafnesi KE

síðan var mokveiði á Eldeyjarrækjunni og þar fór fremstur Diddi Frissa á  Guðfinni KE

svo má ekki gleyma Einar á Ósk KE enn þessi bátur heitir í dag Maron GK 

og Tommi á Hafnarberginu RE enn báðir þessir bátar  mokveiddu á vertíðinni sem og aðrir bátar sem réru á vertíðinni frá sandgerði 1995

t.d var Stafnes KE með 386 tonn í aðeins 7 róðrum í febrúar og var mest af ufsa í þeim afla.

Bergur Vigfús GK veiddi mjög vel á vertíðinni var t.d með um 400 tonn í mars og í nóvember landaði báturinn 195 tonn í aðeins 6 róðrum mest af ufsa

Þessi bátur sem þarna er talað um hét lengi Skógey SF og var ég Gísli á bátnum á netum 1996 

Hafnarberg RE var t.d með 121 tonn í aðeins 6 rórðum í mars og mest þá 31 tonn í einni löndun

Ósk KE var þá með á sama tíma 137 tonn líka í aðeins 6 rórðum báðir í mars.


Ólafur Jónsson GK mynd Tryggvi Sigurðsson


Stafnes KE mynd Halldór Jóhannesson

Hafnarberg RE mynd Tryggvi Sigurðsson