Standveiðin í júní. 4500 tonna afli. Sandgerði stærsta höfnin.

Þá er júní mánuður búinn og þar með gat ég tekið saman tölurnar um strandveiðiaflann í júní


hann var í heildina 4507 tonn.

og það voru ansi margir bátar sem náðu yfir 10 tonna afla, 

því það voru alls 40 bátar sem náðu yfir 10 tonna afla í júní

og helsta ástæða þess var sú að bátarnir náðu töluverðu magni af ufsa með þorskinum

Reyndar þá var veður í byrjun júní og enda júni ekki beint gott og það voru 

ekki allir bátarnir sem fóru í 12 róðra sem er mesta sem mátti róa í júní

Stærstu hafnir

í Maí þá var Sandgerði stærsta höfnin á landinu varðandi fjölda strandveiðibáta sem lönduðu þar

og núna í júní þá voru þrjár hafnir sem voru með langflestu bátanna 

í 10 sæti var Skagaströnd með 24 báta
í 9 sæti var Tálknafjörður með 27 báta
í 8 sæti var Suðureyri með 29 báta
7 sæti var Rif með 30 báta
6 sæti var Siglufjörður með 33 báta
5 sæti var Ólafsvík með 44 báta
4 sæti var Arnarstapi með 45 báta
3 sæti var Patreksfjörður með 59 báta

2.sæti var Bolungarvík með 60 báta

og 1.sæti var Sandgerði með 66 báta sem er einum báti fleiri en var í maí þegar 65 bátar lönduðu Sandgerði

Dögg SF og Nökkvi ÁR 
Slagurinn um aflahæsta standveiðibátinn stóð á milli tveggja mjög fengsælla skipstjóra á strandveiðum 

það er Fúsa á Dögg SF og Garðar skipstjóra á Nökkva ÁR.  þessir tveir stungu svo til aðra báta af

enn báðir þessir félagar komust yfir 18 tonna afla, og báðir komust yfir 3 tonn í einni löndun

REyndar fór Garðar á Nökkva ÁR í 11 róðra en Fúsi á Dögg SF fór í 12 róðra

Rétt á eftir þeim þá kom Össi Einars á Arnari ÁR, en hann byrjaði í Sandgerði og færði sig síðan yfir til Þorlákshafnar

Hérna að neðan er listi yfir 10 hæstu bátanna

og í kvöld eða á morgun þá mun ég birta  fjóra lista yfir A, B C og D svæði yfir aflahæstu bátanna á hverju svæði fyrir sig

Þó svo að Dögginn hafi verið hæst þá Fór Nökkvi ÁR einum róðri færri og því er mynd af bátnum með þessari frétt



Sæti Sknr Bátur Afli Landanir Svæði Mest Höfn
1 2402 Dögg SF-18 18.21 12 D 3.1 Hornafjörður
2 2014 Nökkvi ÁR-101 18.06 11 D 3.5 Þorlákshöfn
3 2794 Arnar ÁR-55 16.95 12 D 2.3 .Sandgerði, Þorlákshöfn
4 2538 Elli SF-71 16.42 11 D 3.1 Hornafjörður
5 2597 Benni SF-66 14.81 11 D 2.3 Hornafjörður
6 2689 Birta BA-72 14.76 12 A 2.2 Ólafsvík
7 7514 Kalli SF-144 14.56 11 D 2.4 Hornafjörður
8 2360 Ásbjörn SF-123 14.56 12 D 1.8 Hornafjörður
9 7057 Birna SF-147 13.38 12 D 1.9 Hornafjörður
10 7490 Hulda SF-197 13.31 12 D 1.9 Hornafjörður

Nökkvi ÁR mynd Hreiðar Jóhansson