Standveiðin í júní. 4500 tonna afli. Sandgerði stærsta höfnin.
Þá er júní mánuður búinn og þar með gat ég tekið saman tölurnar um strandveiðiaflann í júní
hann var í heildina 4507 tonn.
og það voru ansi margir bátar sem náðu yfir 10 tonna afla,
því það voru alls 40 bátar sem náðu yfir 10 tonna afla í júní
og helsta ástæða þess var sú að bátarnir náðu töluverðu magni af ufsa með þorskinum
Reyndar þá var veður í byrjun júní og enda júni ekki beint gott og það voru
ekki allir bátarnir sem fóru í 12 róðra sem er mesta sem mátti róa í júní
Stærstu hafnir
í Maí þá var Sandgerði stærsta höfnin á landinu varðandi fjölda strandveiðibáta sem lönduðu þar
og núna í júní þá voru þrjár hafnir sem voru með langflestu bátanna
í 10 sæti var Skagaströnd með 24 báta
í 9 sæti var Tálknafjörður með 27 báta
í 8 sæti var Suðureyri með 29 báta
7 sæti var Rif með 30 báta
6 sæti var Siglufjörður með 33 báta
5 sæti var Ólafsvík með 44 báta
4 sæti var Arnarstapi með 45 báta
3 sæti var Patreksfjörður með 59 báta
2.sæti var Bolungarvík með 60 báta
og 1.sæti var Sandgerði með 66 báta sem er einum báti fleiri en var í maí þegar 65 bátar lönduðu Sandgerði
Dögg SF og Nökkvi ÁR
Slagurinn um aflahæsta standveiðibátinn stóð á milli tveggja mjög fengsælla skipstjóra á strandveiðum
það er Fúsa á Dögg SF og Garðar skipstjóra á Nökkva ÁR. þessir tveir stungu svo til aðra báta af
enn báðir þessir félagar komust yfir 18 tonna afla, og báðir komust yfir 3 tonn í einni löndun
REyndar fór Garðar á Nökkva ÁR í 11 róðra en Fúsi á Dögg SF fór í 12 róðra
Rétt á eftir þeim þá kom Össi Einars á Arnari ÁR, en hann byrjaði í Sandgerði og færði sig síðan yfir til Þorlákshafnar
Hérna að neðan er listi yfir 10 hæstu bátanna
og í kvöld eða á morgun þá mun ég birta fjóra lista yfir A, B C og D svæði yfir aflahæstu bátanna á hverju svæði fyrir sig
Þó svo að Dögginn hafi verið hæst þá Fór Nökkvi ÁR einum róðri færri og því er mynd af bátnum með þessari frétt
Sæti | Sknr | Bátur | Afli | Landanir | Svæði | Mest | Höfn |
1 | 2402 | Dögg SF-18 | 18.21 | 12 | D | 3.1 | Hornafjörður |
2 | 2014 | Nökkvi ÁR-101 | 18.06 | 11 | D | 3.5 | Þorlákshöfn |
3 | 2794 | Arnar ÁR-55 | 16.95 | 12 | D | 2.3 | .Sandgerði, Þorlákshöfn |
4 | 2538 | Elli SF-71 | 16.42 | 11 | D | 3.1 | Hornafjörður |
5 | 2597 | Benni SF-66 | 14.81 | 11 | D | 2.3 | Hornafjörður |
6 | 2689 | Birta BA-72 | 14.76 | 12 | A | 2.2 | Ólafsvík |
7 | 7514 | Kalli SF-144 | 14.56 | 11 | D | 2.4 | Hornafjörður |
8 | 2360 | Ásbjörn SF-123 | 14.56 | 12 | D | 1.8 | Hornafjörður |
9 | 7057 | Birna SF-147 | 13.38 | 12 | D | 1.9 | Hornafjörður |
10 | 7490 | Hulda SF-197 | 13.31 | 12 | D | 1.9 | Hornafjörður |

Nökkvi ÁR mynd Hreiðar Jóhansson