Stapavík AK á dragnót, mokveiði í aðeins 8 róðrum


Hef ansi gaman að fara með ykkur í ferðalag aftur í tímann ,og sýna ykkur hitt og þetta sem var í gangi í fiskveiðum 

ég fer ekki langt núna með ykkur. aðeins í júní árið 1997.  

þessi mánuður var ansi góður fyrir þá mörgu dragnótabáta sem voru á veiðum þarna í júní árið 1997.

Einn af þeim bátum sem var að veiða og var einn af minni bátunum sem stunduðu dragnótaveiðar, og þessi bátur er ennþá til árið 2023.

árið 1997, þá hét þessi bátur Stapavík AK 132.

Stapavík AK hafði róið um vertíðina að mestu frá Sandgerði, en kom í heimahöfn sína Akranesi í endan á maí

og réri í júní en þó aðeins fram í miðjan júni

Fór aðeins í 8 róðra, enn mokveiddi, og eins og sést að neðan þá voru róðrarnir hjá þessum litla báti

vægast sagt ansi stórir, og hefði verið gaman að sjá bátinn koma í land með stærsta róðurinn sinn sem var tæp 18 tonn.

Alls landaði Stapavík AK í jún í alls 83,8 tonn í aðeins 8 róðrum eða sem gerir 10,5 tonn í róðri

sem er feikilega góður afli hjá ekki stærri báti enn Stapavík AK var.

Það má geta að báturinn heitir núna árið 2023, Draumur EA og er hvalaskoðunar bátur frá Dalvík.


Dagur Afli 
3.6 11.4
5.6 14.3
9.6 6.3
10.6 10.5
11.6 18.0
12.6 8.6
13.6 2.7
14.6 12.0




Stapavík AK mynd Gunnar Richter