Steinbítsmok hjá Alla Gísla á Gylfa BA í maí árið 2001

Aðalsteinn Gísli Þórarinn Gíslason, eða Alli Gísla eins og flestir þekkja hann, gerði út frá patreksfirði

í mörg ár báta sem hétu Gylfi BA 18.

Réri Alli á Gylfanum á línu, færi og á grásleppu, og þegar að steinbíturinn gekk yfir fyrir vestan og þá aðallega í apríl og maí.

þá mokveiddi Alli á bátunum sínum,

Núna á þessari öld þá hefur verið eitt sjómannaverkfall, og var það í apríl árið 2001, og náði fram í miðjan mai árið 2001.

einungis máttu í þessu sjómannaverkfalli róa bátar þar sem eigendur bátanna voru skráðir á bátinn.

smábátar máttu róa eins og þeir vildu og bátarnir frá Patreksfirði og Tálknafirði réru ansi duglega

og lentu margir í mokveiði á steinbítnum, og Alli Gísla var þar enginn undantekning.

hann átti þá Gylfa BA sem var með skipaskrárnúmerið 6738, og fór aðeins í 6 róðra í maí, enn mokveiddi

landaði í þessum 6 róðrum samtals 47,6 tonn, og það gerir um 7,9 tonn í róðri.

Hérna að neðan sést hvernig aflinn var hjá Gylfanum í maí árið 2001, og stærsta löndun tæp 11 tonn




Dagur Afli
3.5 9.14
3.5 10.90
5.5 2.95
10.5 9.03
11.5 8.82
12.5 6.74

Taka skal fram að enginn mynd fannst af Gylfa BA með sknr 6738, enn það fannst mynd af Gylfa BA með sknr 2058
og er hún notuð hérna, en leiða má af því líkum að þegar að Gylfi BA 18 kom með 10,9 tonn í mai árið 2001

hafi báturinn verið jafn siginn og á myndinni að neðan því á myndinni að neðan er báturinn með 11 tonn árið 1991





Gylfi BA mynd Elvar Freyr Aðalsteinsson



Aflafrettir.is er rekin af einum manni
Gísla Reynissyni og skrifar hann allt á síðuna
Allur stuðningur vel þeginn
og hægt hérna
kt 200875-3709
´bok 0142-15-380889
Takk fyrir