Strandveiðum árið 2025 lokið.
Jæja það fór þá þannig að strandveiðisjómenn fengu ekki sína 48 daga eins og var lofað.
því strandveiðar voru stöðvaðar frá og með 17.júlí núna
og það þýddi að 16 júlí var síðasti dagurinn sem að bátarnir réru
núna í júlí þá var heildaraflinn alls 3244 tonn
12 þúsund tonn
og heildaraflinn sem að strandveiðibátarnir lönduðu í sumar var alls rúm 12 þúsund tonn
og mest af því er þorskur, enn síðan var töluvert mikið af ufsa og þá mest af svæði D á Hornafirði og frá Sandgerði
bátar frá Grímsey veiddi mikið núna í júlí af ufsa og margir þeirra eru á þessum topp 25 lista yfir hæstu bátanna í júlí
Hérna að neðan birti ég lista yfir 25 hæstu bátanna í júlí, og allir þessir bátar náðu yfir 8 tonna afla
og þar af voru 6 bátar sem náðu yfir 10 tonn afla
nokkrir bátar náði yfir 2 tonnum í róðri, og var Birta BA með stærsta róðurinn, 3,2 tonn og þar á eftir kom Guðrún GK frá Sandgerði með 2,6 tonn
Dögg SF var aflahæstur í júlí, enn Nonni SU frá Djúpavogi átti ansi góðan mánuð og endaði næst hæstur þrátt fyrir aðeins 9 róðra
þar á eftir kom Guðrún GK frá Sandgerði, en hann stakk alla báta af í Sandgerði.
17.júlí
Reyndar í dag 17.júlí þá fóru mjög margir strandveiðibátar út t.d frá Sandgerði, Patreksfirði, Ólafsvík, Grundarfirði, Dalvík og víðar um landið
út til að sýna samstöðu gegn því að búið væri að stöðva strandveiðarnar.
til dæmis þá tóku sjómenn frá Grundarfirði sig til , fóru allir út á sama tíma og allir mokuðu ís frá borði.
en bátarnir höfðu landað 16.júlí og tóku þá ís um borð og ætluðu að fara á sjóinn 17.júlí, en það var allt stöðvað
en eftir stór að bátarnri voru allir með ís um borð, og því ansi táknrænt að þeir mokuðu ísnum frá borði
Hvað tekur þá við?
fjöldi bátanna sem var á Strandveiðum núna 2025 var um 700 bátar í heildina, en stór hluti af þessum bátum eru hættir veiðum og margir
munu ekki veiða neitt meira á þessu ári.,
en það er þónokkur fjöldi af bátum sem mun fara á handfæraveiðar, og þá meðal annars að eltast við ufsann.
Ufsi
Mjög mikill ufsakvóti er eftir óveiddur, en heildar aflamark , ( úthlutaður kvót, sérstök úthlutun og milli ára) er alls 68 þúsund tonn
af þessum kvóta er einungis búið að veiða 26 þúsund tonn, og það þýðir að um 38 þúsund tonn eru óveidd.
sem er alveg töluvert magn.
en það kemur alltaf þorskur með, og núna er staðan þannig
að óveidd eru um 20 þúsund tonn af þorski
Þess má geta að ég mun seinna í júlí koma með nánari lista yfir öll svæðin og hæstu báta á hverju svæði fyrir sig

Nonni SU mynd Jón Hilmarsson
Sæti | Sknr | Áður | Nafn | Heildarafli | Fjöldi | Mest | Svæði | Höfn |
1 | 2402 | Dögg SF-18 | 13.69 | 10 | 2.4 | D | Hornafjörður | |
2 | 2587 | Nonni SU-36 | 12.42 | 9 | 2.5 | C | Djúpivogur | |
3 | 2398 | Guðrún GK-90 | 10.94 | 9 | 2.6 | D | Sandgerði | |
4 | 7490 | Hulda SF-197 | 10.04 | 9 | 1.8 | D | Hornafjörður | |
5 | 2597 | Benni SF-66 | 10.02 | 9 | D | Hornafjörður | ||
6 | 2689 | Birta BA-72 | 10.01 | 8 | 3.2 | A | Ólafsvík | |
7 | 6838 | Ásdís EA-89 | 9.97 | 10 | 1.4 | C | Grímsey | |
8 | 6935 | Máney SU-14 | 9.84 | 9 | C | Djúpivogur | ||
9 | 6494 | Lukka EA-777 | 9.74 | 10 | 1.4 | B | Grímsey | |
10 | 7180 | Sæunn SF-155 | 9.65 | 9 | 1.3 | D | Hornafjörður | |
11 | 2538 | Elli SF-71 | 9.43 | 9 | 1.4 | D | Hornafjörður | |
12 | 6945 | Gísli EA-221 | 9.26 | 10 | 1.7 | B | Grímsey | |
13 | 7431 | Kjarri ÍS-70 | 9.19 | 10 | 1.3 | A | Bolungarvík | |
14 | 2360 | Ásbjörn SF-123 | 9.14 | 9 | 1.3 | D | Hornafjörður | |
15 | 7882 | Sigrún Björk ÞH-100 | 9.09 | 9 | C | Húsavík | ||
16 | 2969 | Haukafell SF-111 | 8.96 | 8 | 1.4 | D | Hornafjörður | |
17 | 2564 | Sigurbjörg SF-710 | 8.77 | 9 | D | Hornafjörður | ||
18 | 7514 | Kalli SF-144 | 8.71 | 9 | 1.2 | D | Hornafjörður | |
19 | 7057 | Birna SF-147 | 8.65 | 9 | 1.3 | D | Hornafjörður | |
20 | 2383 | Sævar SF-272 | 8.45 | 8 | 1.6 | D | Hornafjörður | |
21 | 6998 | Tryllir BA-275 | 8.43 | 10 | A | Patreksfjörður | ||
22 | 2493 | Falkvard ÍS-62 | 8.41 | 9 | A | Suðureyri | ||
23 | 2871 | Agla ÍS-179 | 8.31 | 10 | 1.3 | A | Bolungarvík | |
24 | 6936 | Sædís EA-54 | 8.27 | 9 | B | Grímsey | ||
25 | 7788 | Dýri II BA-99 | 8.11 | 10 | A | Patreksfjörður |
og áður enn lengra er haldið þá set ég hérna upplýsingar fyrir þá sem vilja styðja við bakið á mér með síðuna
takk kærlega fyrir
hérna er upplýsingar
kt. 200875-3709
bók 0142-15-380889