Straumurinn liggur suður.

framan af þessum hausti þá var frekar rólegt í útgerð og sjósókn frá Suðurnesjunum,


þegar að líða fór á október þá fóru fyrstu línubátarnir að róa þaðan, og þá aðalega frá Sandgerði.  

Alli GK og Gulltoppur GK voru svo til þeir fyrstu þeir hófu veiðar í endan á september enn báðir bátarnir róa með balalínu,

veiði þeirra var nokkuð góð og fór aflinn aldrei undir 100 kíló á bala.

síðan hefur bæði veiðin og bátunum fjölgað.

núna þegar þetta er skrifað þá eru 3 bátar á leiðinni suður,

enn komnir  eru ansi margir bátar.

eins og t.d Birta Dís GK.  Ragnar Alfreðs GK sem kom í dag

ÍSey EA sem er á dragnót.

Sævík GK 

Guðrún Petrína GK

Dúddi Gísla GK en hann rær frá  Grindavík, hinir allir hafa komið til Sandgerði,

þeir bátar sem eru á leiðinni suður þegar þetta er skrifað 

er Steinunn HF sem er að koma að austan og er fyrsti báturinn sem að austan kemur

Beta GK og Njáll HU, en hann er að fara á dragnót

Síðan um helgina þá munu Dóri GK og Margrét GK leggja í hann suður.

Það má búast við fjöri í höfnunum á Suðurnesjunum en þó að mestu í Sandgerði því þangað fara flestir bátanna enda hefur veiðin þaðan verið ansi góð 

núna í haust.

Strákarnir á Betu GK gerðu nú ansi flott fyrr í haust þegar að þeir lögðu línuna í einkennismerki Aflafretta AF


Spurning hvort þeir reyni aftur að koma línunni í AF merki fyrir sunnan.


Beta GK mynd Gísli Reynisson