Tjaldur SH og Tjaldur II SH á úthafskarfaveiðum

Árið 1996 þá voru ansi margir togarar, bæði frystitogarar og ísfiskstogarar sem voru að veiða úthafskarfa

djúpt úti við Reykjaneshrygg, innan við og utan við 200 sjómílurnar.

það voru líka nokkrir línubátar sem voru á þessum veiðum.

og fyrir nokkru síðan þá var skrifuð frétt um Kristrúnu RE og Aðalvík KE sem voru á úthafskarfaveiðum 


Það voru fleiri línubátar á úthafskarfaveiðum árið 1996 og tveir af þeim voru systurbátar
og þeir bátar eru ennþá til árið 2023.  og reyndar þá var annar þeirra í frétt hérna á AFlafrettir fyrir nokkru síðan 
en Örvar SH var þá seldur til Patreksfjarðar.

Örvar SH hét árið 1996 , Tjaldur II SH og hinn báturinn var Tjaldur SH, og Tjaldur SH er ennþá til og gerður út , undir sama nafni,

Tjaldur SH og Tjaldur II SH voru báðir á úthafkarfaveiðum á línu, og hófu veiðar í ágúst, eða
nokkru á eftir Kristrúnu RE og Aðalvík KE,

Tjaldur SH kom fyrst með 71 tonn í land í Reykjavík og af því þá var úthafskarfi 51 tonn.
Tjaldur II SH kom nokkru síðan um miðjan ágúst með 98 tonn í land og af því var úthafskarfi aðeins 26,4  tonn,

í september þá kom Tjaldur SH með 105,1 tonn í land til Hafnarfjarðar og af því var úthafskarfi 79 tonn,
Tjaldur II SH kom líka til Hafnarfjarðar nokkrum dögum á eftir Tjaldi SH með 74 tonn 
og því þá var úthafskarfi 55 tonn,

Samtals þá landaði Tjaldur SH 130 tonn af úthafskarfa
og Tjaldur II SH var með 81 tonn af úthafskarfa í þessum tveimur róðrum 


Tjaldur SH mynd Magnús Þór Hafsteinsson