Túr númer 1. hjá Málmey SK og Guðmundur Kjalar skipstjóri

á tímabilinu frá 1993 til um 1999 og þá sérstaklega 1993 til 1996 þá voru ansi margir togarar sem fóru 

á veiðar á svæði utan við lögsögu Noregs í Barnetshafinu sem kallaðist Smugan,

þetta voru mjög umdeildar veiðar og þar sem Norðmenn viðurkenndu ekki að þetta væri alþjóðlegt hafsvæði
og kom oft til átaka , og þeirra frægast var mál sem kallað var Hágangs málið. enn í gegnum hentifánalönd þá 
voru tveir togarar að veiðum í Smugunni og lönduðu á Vopnafirði, og hétu þessir togarar Hágangur og Hágangur II.

Veiði skipanna var mjög góð sérstaklega 1993 til 1996 og árið 1995 þá gerðu margir togarar fullfermistúra.  og enga smá túra,

 Sjólaskip.
í Hafnarfirði á þessum tíma voru gerðir út tveir samskonar frystitogarar sem ennþá árið 2023 eru til

það eru Helga María AK sem hét þá Haraldur Kristjánsson HF og Málmey SK sem hét þá Sjóli HF.

Sjóli HF var í eigu Sjólaskips HF í Hafnarfirði en það fyrirtæki átti líka Harald Kristjánsson,

 Djúphaf HF
í október árið 1994 þá var Sjóli HF seldur til fyrirtækis sem hét Djúphaf HF, enn aðaleigandi þess fyrirtækis var 

Skagfirðingur HF á Sauðárkróki.  Togarinn gerði út frá Hafnarfirði undir nafninu Sjóli HF 1 fram í júlí árið 1995.

þá fór togarinn í slipp og skipt var um nafn á togaranum 

og fékk hann þá nafnið Málmey SK 1, sem togarinn heitir enn þann dag í dag. og Skagfirðingur HF tók þá við togaranum.

 Guðmundur Kjalar skipstjóri
Skipstjóri á Sjóla HF var Guðmundur Kjalar Jónsson og hann var með skipið fram til 2002.


Guðmundur Kjalar var þar með skipstjóri á togaranum þegar hann fór í sinn fyrsta túr undir nafninu Málmey SK.

Þegar bátur er nýr eða kominn með nýtt nafn, þá er ekkert sjálfgefið að fyrsti róður báts eða togara sé fullfermistúr,

En Guðmundur Kjalar skipstjóri vildi heldur betur afsanna það og gerði það all Svakalega,
 
Túr númer 1. hjá Málmey SK. 
Guðmundur fór með Málmey SK í smuguna í mokveiðina sem þá var þar í gangi , 

og fór út frá Hafnarfirði snemma í ágúst og beint í Smuguna, og kom síðan til Sauðárkróks með togarann , já kjaftfullan,

því alls voru landað út Málmey SK 1214,8 tonn af þorski sem fékkst eftir 30 daga túr.  rétt er að hafa í huga að sigling til og frá smugunni var 8 dagar samtals

og var því aflinn veiddur á aðeins 22 dögum.  ,  þetta gerir um 55 tonn á dag,

Þessi 1200 tonna túr er löndun númer eitt hjá  Málmey SK og þvílík byrjun hjá skipinu og má geta þess að líklegast er þetta enn í dag 
stærsta löndun Málmey SK frá því togarinn fékk nafnið Málmey SK.

Þess má geta að Guðmundur Kjalar var gríðarlega farsæll og fengsæll skipstjóri
eins og sést til að mynda um fréttina að ofan um þennan risatúr í smuguna 1995.
 Guðmundur  var einn af þeim skipstjórum sem voru 
hvað atkvæðamestir á Úthafskarfanum,
Það má lesa frétt sem ég skrifaði á Aflafrettir.is fyrir stuttu síðan og þar er Guðmundur Kjalar í mokveiði á Sjóla HF.


Guðmundur Kjalar Jónsson lést í Danmörku 10.febrúar árið 2021, 



Málmey SK mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson