Ufsaafli hjá handfærabátunumNú er handfæraveiðitímabilið komið á fullt og eins og fram kemur á nýjasta handfæralistanum þá eru núna um 680 bátar komnir á færaveiðar.

flestir bátanna eru á strandveiðum 

og það vekur nokkra athygli að nokkuð mikið af ufsa er að koma í land af bátunum sem eru að stunda strandveiðarnar,

lítum á nokkra strandveiðibáta

Steinunn ÁR er núna í júní búinn að landa alls 9,4 tonnum í 6 róðrum og af því þá er ufsi 5,5 tonn,

stærstu róðrarnir voru snemma í júní en þá kom báturinn fyrst með 2,7 tonn og af  því var ufsi 2,1 tonn og í næsta róðri 2,5 tonn og af því þá var ufsi 1,9 tonn,

Nökkvi ÁR er núna í júní kominn með 11,1 tonn í 7 róðrum  og því þá er ufsi 7 tonn .  stærsti róðurinn 2,5 tonn og af því þá var ufsi 1,9 tonn,

Jónas SH 237 er kominn með 5,5 tonn í júní í 4 róðrum og af því þá er ufsi  2,3 tonn, stærsti róðurinn 2,1 tonn,

mun fleiri bátar hafa landað ufsa en þessir bátar 


og það má svo ekki gleyma þeim báti sem landar iðulega mestu magni af ufsa ár hvert af handfærabátunum en það er Ragnar Alfreðs GK,

hann er núna í júní búinn að landað 14,8 tonn í aðeins 2 róðrum og af  því þá er ufsi 10,5 tonn,


Heildarveiði
Heildarafli af ufsa hjá strandveiðibátunum er kominn í 338 tonn núna þegar þetta er skrifað 

Verð
Verðin fyrir ufsan voru mjög lág í maí eða niður í um 35 krónur á kílóið.

Núna í júní þá hefur verðið farið upp í 105 krónur fyrir og niður í 59 krónur fyrir óslægðan ufsa.

á síðasta uppboði 16 júní þá var slæðgur ufsi á 107 krónur og óslægður á 59 krónur.  
Nökkvi ÁR mynd Vigfús Markússon