Ufsamok hjá Grímsnesi GK


Það hefur ansi oft verið skrifað hérna inná Aflafrettir.is að Netabátur númer 1 á Íslandi sé Grímsnes GK,  sem á sér mjög langa sögu

við netaveiðar hérna við land, lengi undir nafninu Happasæll KE.

Grímsnes GK er búinn að vera einn netabáta að eltast við ufsann og hefur verið að þeim veiðum síðan í ágúst á þessu ári,

Ufsinn er ansi erfiður viðureignar og þeir skipstjórar sem hafa verið að eltast við ufsann á netabátum vita að stundum lendiru 

í því að fá lítið sem ekkert og yfir í það að fá mokveiði,

Sigvaldi Hólmgrímsson skipstjóri á Grímsnesi GK þekkir þetta ansi vel og fram að nóvember þá gekk veiðin ansi vel og 

á netalistunum á Aflafrettir þá var báturinn aflahæstur mánuð eftir mánuð.  

Nóvember hefur aftur á móti verið ansi erfiður, og veiðin upp og niður

en þó lenti áhöfn bátsins í mokveiði þegar að báturinn var á öræfagrunni núna fyrir nokkrum dögum síðan

.  þar var báturinn með 9 trossur, 15 neta og þegar farið var

að draga þær þá kom í ljós að heldur var veiði í þær.  því alls tók 10 klukkutíma að draga trossurnar og fljótlega voru öll kör um borð orðinn full.

og stærsti túr bátsins í ár orðinn að veruleika,

því alls komu á land úr Grímsnesi GK um 41 tonn og af því var ufsi 37,5 tonn.  

Um borð í Grímsnesi GK eru 72 kör, enn aflinn var í 100 körum, enn lestin í Grímsnesi GK er með hillum og stíum og það gerði 

það að verkum að hægt var að koma öllum aflanum í lestina,

Dugleg áhöfn
Mikið reynir áhöfn bátsins í svona ufsamoki, og sagði Sigvaldi að um borð væri hörkuáhöfn og það má með sanni segja því að

ufsinn er erfiður viðureignar og því þarf duglega áhöfn eins og er um borð í Grímsnesi GK


Grímsnes GK mynd Jón KR