VÁ.. Haffari ÍS í mokveiði á rækju

VÁ.


Já ég er búinn að vera að vinna í að safna saman aflatölum núna í um 30 ár og það kemur

ansi oft fyrir að ég sé svo svakalega stórar aflatölur að ég segi bara eitt stórt VÁ

og það sem ég ætla að sýna ykkur er bara eitt risastórt VÁ.

Rækjuveiði á árunum 1990 og fram til aldamótanna var gríðarlega góð.

árið 1995 var t.d metár þegar að það komu á landa um 75 þúsund tonn af rækju

árið 1993 var líka feikilega gott ár hjá rækjubátunum 

og þeir bátar sem voru að stunda úthafsrækjuna mokveiddu í mars.

en enginn þó eins og Haffari ÍS , sem endaði sögu sína sem Ísborg ÍS og var með skipaskrárnúmerið 78.

Því Haffari ÍS landaði alls 246,3 tonnum af rækju í 6 róðrum í mars árið 1993, eða um 41 tonn í löndun að meðaltali,

þrjár landanir af þessum voru gríðarlegar stórar

því fyrst kom báturinn með 54,5 tonn í land

síðan 50,4 tonn 

og róður númer 4 var 54,8 tonn

Þetta eru engar smá tölur, ef við gefum okkur að það sér um 350 kíló af rækju í kari þá eru þetta yfir 180 kör

Íslandsmet?
þessi rosalegi afli gæti verið íslandsmet í mestum rækjuafla ísfiskrækjubát á ÍSlandi á einum mánuði,

246,3 tonn, og þetta verðskuldar svo sannarlega VÁ


Haffari ÍS þarna ÍSborg ÍS mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson