Valbjörn ehf kaupir gamla Særif SH


Það er búið að vera þónokkuð um breytingar á línubáta flotanum í landinu.

Eitt af þvi´var að Nýr Indriði Kristins BA kom um mitt ár 2022, og var þá gamli Indriði Kristins BA seldur til Rifs og 
fékk þar nafnið Særif SH.

Særif SH er nafn sem hefur verið á nokkrum bátum frá Rifi í hátt í 30 ár eða svon.  

Melnes ehf átti fyrir bát sem hét Særif SH, með sknr 2822, og sá bátur hét áður Hrólfur Einarsson ÍS.

Eftir að þessi bátur var lagt þá heitir hann Úranía SH 702, og hefur legið í höfninni í Reykjavík.

Nú mun þessi bátur hefja nýtt líf, því að báturinn hefur verið seldur til Valbjarnar ehf.

Valbjörn ehf er dótturfyritæki Samherja ehf á Akureyri, og mun nýi báturinn fá nafnið Geir Goði GK 245.

enn það nafn var á báti sem að Miðnes HF í Sandgerði  átti í hátt í 30 ár og báturinn varð ansi fengsæll undir því nafni,

Og reyndar er Valbjörn HF líka mjög þekkt nafn í útgerð í Sandgerði því að Valbjörn HF rak stóra fiskvinnslu í Sandgerði 

og gerði út togara sem hétu Haukur GK 25 frá Sandgerði í hátt í 30 ár.

Nýi báturinn sem Valbjörn ehf er að fá mun reyndar ekki vera eins og hinir bátarnir sem eru allir undir 30 tonnum af stærð,

því að báturinn mun fara í lengingu og verða lengdur um 2 metra, og við það þá stækkar báturinn úr um 30 tonnum í um 45 tonn,

STærsta breytinginn á bátnum verður sú að hann mun getað stundað netaveiðar, og vegna stærðar bátsins þá verður hann ekki krókamarksbátur

heldur aflamarksbátur.  

Geir Goði GK 245 mun verða gerður út frá Sandgerði enn Samherji ehf rekur þar stórt fiskvinnsluhús fyrir Laxavinnslu, enn við hliðina á því húsi er 

fiskvinnsluhús sem Blikaberg ehf hefur átt, enn það hús hefur staðið tómt núna í tæpt ár, og mun Valbjörn ehf hefja fiskvinnslu þar í því húsi og mun Geir Goði GK 

sjá húsinu fyrir fiski, og stunda netaveiðar yfir vertíðina en línuveiðar yfir sumarið og haustið.

Báturinn fer í breytingar núna í maí og mun svo hefja veiðar á nýju fiskveiðiári, og áberandi mun verða að hvíti liturinn sem 

hefur einkennt marga báta af gerðini Cleopatra mun hverfa og í staðinn mun rauður litur koma á bátinn eins og var þegar að Miðnes HF 

átti bát sem hét Geir Goði GK, enn sá bátur var alltaf rauður.

Þessi bátur er fyrsti báturinn sem að Samherji ehf á Akureyri og dótturfélag þess kaupir sem er krókamarksbátur,


Særif SH nýi Geir Goði GK,  Mynd Alfons Finnson