Valdimar GK seldur og verður Grímsi GK 555

Það er ansi mikið búið að breyst í útgerðarmálum undanfarin ár í Grindavík, og þá helst með það að stóru 


beitningavélabátunum hefur fækkað mikið, og núna eru aðeins tveir stóri beitningavéla bátar eftir, Páll Jónsson GK og Sighvatur GK

Grænu bátarnir 
sem að Vísir ehf á og gerir út.  í gegnum tíðina þá hefur Vísir ehf gert út töluvert marga beitningavélabáta

og þeir allir hafa átt það sameiginlegt að vera grænir á lit.

Bláu bátarnir hjá Þorbirni
í Grindavík hefur líka annað fyrirtæki gert út þónokkra beitningavéla báta og það var Þorbjörn ehf,  allir bátarnir þeirra voru bláir,

einn af þeim bátum sem fyrirtækið gerði út var keyptur til landsins og þá til Valdimars ehf í Vogum og fékk þá nafnið 

Vesturborg GK,  ári seinna kom nafnið Valdimar GK á bátinn, og þessi bátur var eini stóri beitningavélabáturinn sem Þorbjörn ehf gerði út

sem var hannaður sem línubátur, því hinir bátarnir voru allt loðnubátar sem síðan var breytt í beitningavéla báta,

Valdimar GK og Grímsi GK
Valdimar GK var gerður út þangað til í júní árið 2024 en þá var bátnum lagt,

báturinn hefur síðan legið við bryggju í Grindavík , þangað til núna fyrir stuttu,

enn fyrirtækið Admiral ehf hefur keypt bátinn á 10 milljónir króna,

sá sem stendur á bak við það fyrirtæki er Sigvaldi Eiríkur Hólmgrímsson, en hann var lengi skipstjóri á Grímsnesi GK sem var 

áður Happasæll KE.  Grímsnes GK var alltaf GK 555, og var oft kallaður Grímsi.

nýi báturinn sem Sigvaldi keypti, mun fá nafnið Grímsi GK 555.

Ansi miklar breytingar
Að sögn Sigvalda er ansi miklar breytingar sem þarf að gera við bátinn til þess að hægt verði að nota hann sem netabát,

en báturinn hefur alla sína tíð verið línubátur og þarf að rífa allan línubúnað úr bátnum sem og brenna í burtu þil á þilfari til þess að koma

fyrir netaborði, ásamt ýmislegu fleiru,

Ástandið á bátnum er mjög gott, enn Þorbjörn var búinn að taka bátinn í gegn árið 2017 fyrir 400 milljónir króna, og síðan fyrir 100 milljónir árið 2022.

Lestin í bátnum er líka ansi stór tekur 293 lítil kör eða hátt í 90 tonn af fiski

Grímsi GK ekki Grímsnes GK
ástæða þess að báturinn mun fá nafnið Grímsi GK en ekki Grímsnes GK er sú að í janúar árið 2024 þá kom upp mikill eldur í bátnum 

þar sem hann lá við bryggju í Njarðvík og einn maður lést í bátnum og tveir slösuðust.  var þetta mikið áfall fyrir útgerð bátsins.

og báturinn sjálfur eyðilagðist alveg og endaði í brotajárni.

Sigvaldi er núna skiðstjóri á Friðriki Sigurðssyni ÁR, en faðir hann, Hólmgrímur Sigvaldason leigir þann bát fyrir fiskvinnslu sína,

og mun Sigvaldi nota Friðrik Sigurðsson ÁR þangað til hann fer á netarall í apríl árið 2026 og þá ætti Grímsi GK að vera tilbúinn,

Rauður eða blár
bæði Sigvaldi og faðir hans halda mikið uppá rauðan lit, en flest allir bátarnir sem þeir hafa gert út

hafa verið rauðir, t.d Tjaldanes GK, Grímsnes GK, Halldór Afi GK, Maron GK svo dæmi sé tekin,

og mun Grímsi GK vera blár eða rauður?

eins og Sigvaldi segir, " báturinn yrði fallegur rauður".  

en Valdimar GK hefur alla sína tíð verið blá á litinn

Aflafrettir óska Sigvalda til hamingju með bátinn


Valdimar GK verður Grímsi GK myndir Gísli Reynisson