Venus NS aflahæstur árið 2017

Það var ansi mjótt á muni skipanna, því að undir lokin þá voru 4 skip sem yfir 50 þúsund tonn komust.  Beitir NK með 52976 tonn,  Börkur NK 53152 tonn,  Víkingur AK 53681 tonn og síðan Venus NS


Venus NS var til í efsta sætinu flest alla listanna sem voru uppfærðir á Aflafrettir árið 2017.  

Heildaraflinn hjá Venus NS var  55604 tonn

og ef aflinn er skoðaður þá er hann svona,

Loðna
Loðna 14311 tonn og var skipið næst aflahæst á loðnu.    

Heimaey VE var aflahæst loðnuskipanna með 14547 tonn.

Síld
Venus NS var með 8816 tonn af síld og var þriðja aflahæsta skipið á síld.  

bæði Beitir NK og Börkur NK fór yfir 10 þúsund tonn af síld og var Beitir NK aflahæstur með 13937 tonn af síld.

Kolmunni
Venus NS var með 20735 tonn af kolmunna og var í þriðja sætinu yfir aflahæstur kolmunaskipin.

Makríll
Víkinur AK var aflahæstur með 21768 tonn


Venus NS var með 11723 tonn af  makríl og var aflahæstur á makrílnum.

Að Auki þá var Venus NS með smá slatta af öðrum tegundum
3,6 tonn af þorski
6,8 tonn af grásleppu
8,5 tonn af gullaxi


Venus NS mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson