Venus NS með fullfermi og smá meira


Fyrr í dag þá var birt frétt hérna á aflafrettir með fyrirsögninni um að Beitir NK væri aflahæstur á íslandi árið 2021

var sá listi skrifaður sem lokalisti yfir uppsjávarskipin árið 2021.

Sú frétt vakti gríðarlega mikla athygli og skilaboðin sem ég fékk skipti tugum, og menn vildu benda mér á hitt og þetta. 

flest skipin komu í höfn 19 og 20 desember og voru þá kominn í lögboðið jólafrí og fara aftur til veiða 2.janúar.

Kanski var ég of fljótur á mér að skrifa listann sem lokalista því að smávegis af tölum eiga eftir að koma inn,

t.d loðnuaflinn hjá Vilhelm Þorsteinssyni EA.  smá á Jón Kjartansson SU,.

seinni helmingur frá Beiti, en hann landaði rúmum 1000 tonnum á Seyðisfirði en fór síðan til NEskaupstaðar með um 2000 tonn.

síðan er það Venus NS, enn hann kom til Vopnafjarðar með fullfermi sirka 2600 til 2700 tonn, enn það verður ekki landað úr

honum fyrr enn milli jóla og nýars,  aflinn er geymdur um borð í Venusi NS í tæpa viku.

röðunin á listanum fyrir skipin árið 2021 mún líkegast ekki breytast, nema að aflatölurnar munu hækka.
Venus NS Mynd Hilmar Örn Kárason