Vertíð árið 2023, 1973 og .... 1993.

Maí mánuðurinn kominn af stað og það þýðir 3 hluti.  


1. Strandveiðin er hafin,

2.  Vetrarvertíðar lok eru 11.maí næstkomandi

3.  Hið árlega vertíðaruppgjör kemur út,

síðan árið 2005 þá hef ég skrifað og fjallað um vetrarvertíðir.  fyrst í Fiskifréttum í 12 ár, eða þangað til árið 2017
að ég fór að gefa þetta út sálfur

öll árin frá 2005 til 2022 þá hefur vertíðaruppgjörið verið þannig að fjallað var um þáverandi vertíð

og síðan farið 50 ár aftur til baka og borið saman

sem þýðir að fyrsta vertíðin sem ég skrifaði í Fiskifréttir árið 2005, fjallaði þá líka um vertíðina 1955 og svo koll af kolli,

núna þetta ár árið 2023 þá er breyting , og það nokkuð stór breyting,

Stór breyting núna 2023.
því jú ,  ég mun fjalla um vertíðina 2023.

og ég mun líka fjalla um vertíðina 1973, fyrir 50 árum síðan

enn nýjasta nýtt er það að ég mun líka fara 30 ár aftur í tímann og fjalla um vertíðina árið 1993

semsé,  ég er búinn að gera allt klárt fyrir árin 1973 og 1993, er bara að eftir eftir 11.maí og að allar tölur komi inn svo ég geri klárað uppgjörið,

þetta verður því árin.  2023--1993--1973

Öll þessi ár munu fjalla um sama hlutinn.

1.  Alla þá báta sem yfir 400 tonnin náðu,

2.  Alla togara sem réru  á þessu tímabili  frá 1.janúar til 11.maí , öll þessi þrjú ár

3.  Öll loðnuskip sem veiddu á sama tíma, öll þessi þrjú ár.

vanalega hefur uppgjörið verið í kringum 30 blaðsíður, enn vegna þessara nýju viðbótar þá líklegast verður uppgjjörið um 40 blaðsíður,

ritið mun kosta 5000 kr,  og ég mun kynna það nánar þegar það verður klárt.

Set hérna inn mynd með, af báti sem kemur við sögu árið 1993 og árið 1973.


Gígja VE var á loðnu 1993, og líka árið 1973 þá sem Grindvíkingur GK. Mynd Benedikt Guðbjartsson.