Vertíðaruppgjörið - Bárður SH með yfir 3000 tonna vertíðarafla
Þann 11.maí núna þá lauk Vetrarvertíðinni árið 2025.
það er af sem áður var að þessi dagur sé stór , en á árum áður þá var oft keppni
alveg fram að þessum degi, sem kallaðist lokadagurinn um hvaða bátur yrði aflahæstur.
Það er ekki þannig í dag, en þó fylgjst sjómenn mjög vel með því hver sé hæstur og það er kapp í mönnum,
Eins og undanfarin 20 ár þá hef ég skrifað um vertíðirnar og hef gefið út Vertíðaruppgjörið undanfarin 8 ár.
Núna er nýjasta ritið komið út, en það tekur fyrir vertíðirnar 2025, 1995 og 1975.
það er fjallað um alla þá báta sem náðu yfir 400 tonnin öll þessi þrjú ár,
síðan um togaranna öll árin, og árið 1995 er líka fjallað um frystitogaranna og rækjufrystiskipin
fjallað er um loðnuveiðarnar öll þessi þrjú ár,
ásamt ýmsu fleira, t.d Eyrúnu EA ( sknr 1315)
Nordglobal
1975 vertíðin var mjög merkilegt og þá aðalega fyrir þær sakir að þá var leigt til landsins loðnubræðsluskip
sem hét Nordglobal og lá það skip inná Reyðarfirði og síðan inn á Hvalfirði og bræddi loðnu,
helsta ástæða þess að skipið var leigt var sú að það urðu snjóflóð á Seyðisfirði og Neskaupsta og loðnubræðslurnar eyðilögðust á báðum stöðunum ,
Bárður SH og 3000 tonnin
Núna vertíðin 2025 var góð og netabáturinn Bárður SH átti risavertið, því að báturinn veiddi yfir þrjú þúsund tonna afla, (3000 tonn)
Reyndar er Bárður SH ekki á forsíðu ritsins, heldur Steinunn SH
Hinir bátarnir sem eru á forsíðunni eru Stafnes KE frá árinu 1995, og Bergþór KE frá árinu 1975.
61 blaðsíða
ritið er nokkuð stórt núna eða 61 blaðsíða.
nokkurt magn af ljósmyndum eru í ritinu eru fjórir ljósmyndarar að mestu með myndir í því
þeir eru ég Gísli REynisson
Tryggvi Sigurðsson
Jón Páll Ásgeirsson
Vigfús Markússon, ég færi þeim bestu þakkir fyrir og þeir fá sín eintök
Hérna getið þið pantað
Annars ritið er komið út 61 blaðsíða og kostar sama og ritið hefur kostað síðustu ár 5000 kr, og ég sendi það um allt land
þið getið pantað á gisli@aflafrettir.is
gisli reynisson á facebook
í gegnuim aflafrettir á facebook
og í síma 7743616, ( það er síminn hjá Hrefnu konunni minni, ég er svo mikið að keyra að ég get ekki tekið á móti pöntunum).

Bárður SH mynd Tryggvi Sigurðsson


Myndir Gísli Reynisson