Vertíðin árið 2017


Síðan árið 2005 þá hef ég skrifaði vertíðargreinar í blaðið Fiskifréttir.   þær greinar hafa verið þannig uppbyggðar að allir bátar sem ná að fiska yfir 400 tonn á vertíðinni komast á lista og þannig er hægt að fylgjast með og bera saman vertíðir ár eftir ár.

Samhliða því þá hef ég birt yfirlit yfir vertíðir 50 ár aftur í tímann.  núna í þá þá hef ég skrifað vertíðargreín sem mun birtast í sjómannadagsblaði Fiskifrétta og þar er líka fjallað um vertíðina 1967.

með þessari grein fylgja með 4 töfur,

1.  tafla yfir báta sem fiska meira enn 400 tonn,
2.  tafla yfir smábáta sem ná að fiska yfir 200 tonn, og miðast stærðin við um 20 bt
3.  tafla yfir netabátanna 
4.  tafla yfir bátanna árið 1967.

 Trollbáturinn Vestmannaey VE var aflahæstur allra báta á vertíðinni og er árangur áhafnarinnar á Vestmannaey VE mjög merkilegur.  því þeir voru t.d einu sem yfir 2000 tonnin náði og þrátt fyrir það að það vantaði um 6 vikur á vertíðina vegna sjómannaverkfalls.  
aflinn hjá Vestmannaey VE var 2018 tonn í 31 löndun,

Dögg SU var hæstur bátanna að 20 bt með um 620 tonn,

og netabáturinn Þórsnes SH var hæstur með 1271 tonn.  Bárður SH kom þar á eftir með 1201 tonn,

Þessir tveir bátar voru einu netabátarnri sem yfir 1000 tonnin komust og er árangur og afli Bárðs SH hrikalega góður og ótrúlegt að þessi 30 tonna plastbátur með 4 manna áhöfn nái að fiska svona gríðarlega mikið.

Nú veit ég ekki hvort að allir lesendur aflafretta séu áskrifandi af Fiskifréttum.    En ég mun bjóða uppá núna í fyrsta skipti að þeir sem vilja geta keypt greinina sem er þá í litlu riti. 
er þá greinin  í fullri lengd og allar tölfur eru líka .
Hún er þá á PDF formi og mun verða send viðkomandi í gegnum netpóst,
verð á henni er 1500 krónur.  

fyriráhugasama þá er hægt að panta á facebook og á meilið gisli@aflafrettir.is


Vestmannaey VE mynd Guðmundur Alfreðsson