Vertíðin árið 2018 og 1968

Á Árum áður þá var oft mikið líf og spenna í kringum lokadaginn 11.maí. þá var keppt um titilinn aflahæsti báturinn á þeirri og þeirri vetrarvertíð.


nú er þetta alveg dottið niður og meira segja í sumum dagatölum þá er 11.maí ekki einu sinni merktur inná dagatal,

Svona áður enn lengra er lesið þá vona ég að ykkur líki ekki illa við þetta og að ég sé að ákveða að fara þessa leið að skrifa og ... já lesið alla leið niður.  

400 tonna viðmiðið
Eigandi Aflafretta Gísli Reynisson á  aflatölur um vetrarvertíðir aftur til ársins 1930 og strax var ljóst að setja þyrfti eitthvað viðmið og var viðmiðið sett þannig að þeir bátar sem náðu yfir 400 tonn á tímabilinu 1.janúar til 11.maí hvert ár komust á lista.

Seinna meir var svo sett 200 tonna viðmið á smábátanna


árið 2005 þá skrifaði ég fyrstu vertíðargreinina í Fiskifrettir og með því þá var horft 50 ár aftur til baka og skoðuð vertíðin  1955.

Þetta gekk svona áfram, skrifað var um vertíðina 2006, 2007, 2008, 2009, 2010 ,2011, 2012, 2013, 2014, 2015 ,2016 og 2017 og samhliða því þá var skoðað vertíðin 1956, 1957, 1958, 1959,1960, 1961, 1962,  1963, 1964, 1965, 1966. og 1967

Nýir ritstjórar tóku við Fiskifréttum í júní árið 2017 og þeir höfðu ekki áhuga á frekari samstarfi við Gísla eiganda Aflafretta um listann sem var í blaðinu né öðru efni. 

Munið þið ?
Þessar greinar um vertíðir eru orðnir nokkur hluti af útgerðarsögu íslendinga og það er markmið mitt að reyna að halda þeim áfram,   enn þetta er það stórt að  á Aflafrettir verður þetta aldrei birt.

Kanski muna lesendur Aflafretta eftir þessum greinum mínum í Fiskifréttum,

Næsta skref er að skrifa um vertíðina 2018 og skoða í samanburði vertíðina 1968.  

2018
og verður það svona,

1. birtur listi yfir þá báta sem yfir 400 tonnin komast og sést í þeirri töflu, aflinn og veiðarfærin,

2.  Birti listi yfir aflahæstur netabátanna og er alveg farið niður í 50 tonn í þeim lista

3.  birtur listi yfir smábáta sem yfir 200 tonnin ná,

4.  aðeins minnst á aflahæstu togaranna sem og frystitogaranna.  

1968

Í fiskifréttum þá var einungis fjallað um bátanna sem yfir 400 tonnin náðu,

enn í þessari grein þá verður eftirfarandi,

1. listi yfir báta sem yfir 400 tonn náðu

2.  listi yfir aflahæstur togaranna,m

3.  listi yfir loðnubátanna og veiðar þeirra um vertíðina 1968,

4.  listi yfir síldarbátanna og veiðar þeirra um vertíðina 1968.


Ykkar hlið.

Plan Aflafretta er að þessi ritgerð eða skýrlsa eða hvaða nöfnum sem þetta heitir mun verða til sölu,  mun verða á PDF  formi og sent til kaupenda og líka verður prentað út fyrir þá sem þess óska,

ég er að skrifa þetta hérna til þess að kanna hug ykkar lesendur góðir hvort þið hafið áhuga á að kaupa svona verkefni , og  er þetta í raun framhald af efninu  sem að var í Fiskifréttum nema nákvæmari tölur og lýsingar á báðum vertíðum,

þetta myndir kosta 2000 krónur 

Svo ég hafi einhverj hugmynd um fjölda kaupenda þá væri flott að fá að vita hverjir hefðu áhuga á þessu.   ég vona að menn hafi áhuga á þessu, því ef enginn er áhuginn þá dettur þetta bara uppfyrir og það vil ég helst ekki 

Ef einhverjum líkar ekki við að ég sé að skrifa svona til að selja þá biðst ég afsökunar á því.  

Aflatölukveðja
Gísli R

Grímsnes GK á veiðum undan Straumsvík, enn þessi bátur var líka á veiðum á vertíðinni 1968.  Mynd Gísli Reynisson úr mikilli fjarlægð