Vertíðin árið 2022 og árið 1972,

Síðan árið 2005 þá hef ég fjallað um vetrarvertíðir með skrifum um þær, fyrst í Fiskifréttir

enn frá árinu 2017 hef ég gefið þetta út sjálfur.

Núna loksins er uppgjörið komið út fyrir vertíðina árið 2022 og til samanburðar vertíðina 1972.

Það miðast allt við 400 tonnin, og því er listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn á vertíðinni 2022 og líka árið 1972

munurinn er ansi mikill , réttum 60 sem náðu því árið 2022 enn um 200 árið 1972.

auk þess er fjallað um togaranna bæði árin,  og sér listi yfir 29 metra togaranna,

auk þess er fjallað um bátanna undir 21 bt sem yfir 200 tonn náðu, enn þeir voru mun færri sem náðu því árið 2022, enn 2021

fjallað er um loðnuveiðarnar árið 1972, en aflahæsti báturinn á Loðnuvertíðinni 1972 náði yfir 10 þúsund tonnin.

Hafa ber í huga að munurinn á loðnubátunum árið 2022 og 1972 er gríðarlegur,

Annars eiga þessar tvær vertíðir eitt sameiginlegt, en það er að á báðum þá var bátur frá Snæfellsnesinum sem stakk af 

Bárður SH árið 2022 og Skarðsvík SH árið 1972.

ritið kostað 4000 kr og erum 34 blaðsíður.  

hægt er að panta með því að senda skilaboð á Gísli Reynisson á facebook, eða þá senda skilaboð á Aflafrettir á facebook

fyrir þá sem vilja panta í gegnum síma þá er símnn 6635575

sömuleiðis er netfangið gisli@aflafrettir.is

póstsendi um allt land og ek líka ritinu til kaupenda á suðvesturhorninu