Því miður, Samherji á Björg EA

Líklegast eru allir sem lesa Aflafrettir tengdir sjónum og sjómennsku á marga vegu.


þá hafa örugglega allir upplifað það að vera á báti eða togara og lenda í ansi góðri veiði

jafnvel mokveiði og ná að fylla öll kör, kassa eða þá bara lestina sjálfa og jafnvel á dekki líka.

koma með smekkfullan bát í land. ég sjálfur hef lent í því.

Mikil vinna 

Mjög mikil vinna fylgir svona mokfiskeríi þegar að allt er að fyllast og margur líkaminn er þreyttur eftir svona túra

enn gleðin er að sama skapi mikil að koma í land með allt fullt.

Björg EA 
Þetta er einmitt það sem áhöfnin á togaranum Björg EA lenti í núna snemma í desember. 

Aflafrettir  skrifuðu frétt um risatúr hjá þeim en Björg EA sem er ekki nema um 2 ára gamalt skip kom með 

stærstu löndun sína frá upphafi, eða um 250 tonn miðað við óslægt í land,

Aflafrettir og fréttir

Aflafrettir er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem skrifar svona fréttir um stóra róðra hjá bátum eða togurum 

og fréttirnar sem hafa verið skrifaðar á Aflafrettir þau 14 ár sem síðan hefur verið á netinu 

skipta hundruðum.    í Öllum tilfellum sem að Aflafrettir hafa skrifað um stóra róðra

eða túra skipa þá er alltaf í umsögnum um fréttina, áhöfn eða skipstjóra óskað til hamingju með góðan túr.

Eins og margir segja við mig.  Ef Aflafrettir fjalla ekki um túr eða róður, þá fjallar enginn fjölmiðill um það

 Nei ekki með Björg EA

En nei Ekki í tilfelli með Björg EA.

Það voru ansi mörg ummæli um þessa frétt um fullfermistúrinn hjá Björg EA, hátt í 100 talsins á hinum ýmsum síðum 

á facebook, og stærstur hlutinn af þeim fór að skammast yfir því að Samherji ætti skipið, væri ekki að borga markaðsverð

og að þetta væri glæpafyrirtæki og bla bla bla.  namibía og allt þetta.  

Ég hef rekið Aflafrettir í 14 ár og reyni að fjalla um sjávarútveginn á jákvæðan hátt og þið lesendur góðir

þið viljið hafa síðuna svona eins og hún er.  Og þegar ég gerði fréttina um Björg EA þá gerði ég það með sama hugarfari og 

hinar mörg hundruð sem ég hef skrifað.   Vildi fjalla aðeins um þennan merka túr hjá áhöfninni á Björg EA.

 Samherji á víst togarann.

En því miður þá er það víst þannig að Samherji á togarann og miðað við að stór hluti af umsögnum um þessa frétt 

var bara svo til að drulla yfir Samherja, varðandi verð, namibíu og allt fleira þá  dauðsá ég eftir því að hafa skrifað þessa frétt.

Jú jú það voru nokkrir sem óskuðu áhöfninni á Björg EA til hamingu með túrinn og þeir sömu bendu á að fréttinn snerist ekkert um 

hið neikvæða, heldur væri verið að skrifa jákvætt og fagna með áhöfn togarans eftir mettúr hjá þeim,

ÉG skrifaði í einni umsögn, að hefði t.d Drangey SK komið með þennan mettúr þá hefðu líklegast umsagnir verið á jákvæðan hátt

og  jafnvel hefðu menn óskað áhöfinni á Drangey SK til hamingju með mettúr,

enn nei því miður, af því að Samherji á Björg EA þá snerist dæmið heldur betur við

Svekktur

og ég sem eigandi af aflafrettir varð ansi svekktur með þetta, því margir skipstjórar sem eru hjá Samherja hafa verið mjög 

liðlegir þegar ég hef viljað talað við þá og allir tilbúnir að veita mér upplýsingar ,  þó svo að í þessu tilfelli um Björg EA þá talaði ég

ekki við skipstjórans togarans, og kanski sem betur fer, því ég efast um að skipstjórinn hefði viljað lesa allar þessar neikvæðu 

umsagnir  um þennan mettúr hjá togaranum.



 Hvað skal gera?
 
Ja ég mun halda áfram að skrifa fréttir um góða róðra, eða túra hjá bátum og togurunum, enn má kannski ekki skrifa 

jákvætt um skip Samherja?  þegar þeir eru að koma með góða róðra í land?  , eða þarf alltaf að horfa á neikvæðu hlutina

varðandi Samherja?.

Eins og áður segir.  Ég horfi á Aflafrettir og hef stýrt aflafrettir þannig að ég reyni bara að skrifa um jákvæðar hliðar 

á því sem menn eru að gera, og ég mun halda því áfram, og já það verður þá bara að vera þannig að 

ég mun þá áfram skrifa jákvætt um Samherja, og nei ef menn halda að Aflafrettir séu á styrk frá Samherja þá er það 

alls ekki þannig.  

Allavega áhöfn Björg EA, bara til hamingju með mettúrinn ykkar


Björg EA með 250 tonn, Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson