Viktor GK 24

Í gegnum söguna með útgerð á Íslandi þá voru langflestir bátar smíðaðir úr Eik eða furu, en í staðinn fyrir að kalla þá timburbáta

þá voru þeir kallaðir eikarbátar . síðan tók stálið við

þá fóru þessum eikarbátum að hverfa hægt og rólega. margir sukku, en flestir voru dæmdir ónýtir og lágu lengi við bryggju mörgum til ama

það eru ennþá til nokkrir þekktir eikarbátar sem hafa legið við bryggju lengi. til að mynda gamla Hafnarberg RE sem er í Grindavík, 

síðan eru í Hafnarfriði gamli Þorsteinn Gíslasson GK og Þorsteinn GK sem liggur utan á honum,

eftir stendur að núna árið 2025 þá voru aðeins tveir eikarbátar gerðir út, ( Reyndar nokkrir smábátar líka )

þessir tveir eikarbátur sem voru gerðir út eru Sólfaxi SK 80 sem er um 14 tonna eikarbátur og átti sér langa sögu frá Kópaskeri en báturinn hét þar 

Þingey ÞH og var mikið notaður á rækjuveiðuim í Axarfirði, sá bátur er smíðaður 1983

Sólfaxi SK er einungis notaður núna á strandveiðunum en í Sandgerði 

er eikarbátur sem heitir Viktor GK og þessi bátur er smíðaður árið 1971,  báturinn átti sér langa sögu á Eskifirði

en þar hét báturinn Sæþór SU og var mikið á línuveiðum þaðan.

Viktor GK hefur verið notaður á færum undanfarin ár og ekki bara á strandveiðum heldur líka eftir að strandveiðum lauk

líklegast einn fallegsti handfærabátur landsins, og hérna er myndir af honuim koma til Sandgerðis með 1,6 tonn af ufsa






Myndir Gísli Reynisson