Ævintýralegt mok hjá Viðey RE

      Ufsinn er ansi brellinn fiskur eins og sagt er, því það er eiginlega aldrei hægt að treysta á það að skipstjórar hitti á ufsann í miklu magni.


 Ufsinn veiðist helst meðfram suðurströndinni enn þar hafa netabátar veitt oft vel af ufsa, og síðan er það svæðið í kringum Eldey 


og þar út með. 


 Sagan

Í gegnum tíðina þá er sagan þannig að það voru nokkrir skipstjórar og skip þeirra sem þekktu þetta svæði ansi vel og náðu oft að veiða ansi vel


 af ufsa og karfa sem mest er af þarna á þessu svæði.


Nefna má t.d togaranna, Svein Jónsson KE, Ólaf Jónsson GK, Ásbjörn RE, Ottó N Þorláksson RE, Harald Böðvarsson AK 

og Sturlaugur H Böðvarsson AK.


Einn af þeim skipstjórum sem þekkir svæðið suður af Eldey ansi vel er Kristján Einar Gíslason skipstjóri á Viðey RE sem að Brim ehf á og geri út.


Kristján hefur í gegnum árin verið á nokkrum þekktum aflaskipum sem voru við veiðar á þessu svæði og t.d skipstjóri á Ottó N Þorlákssyni RE


og Mars RE.  


Kristján hefur oft lent í asni góðri veiði á þessu svæði en veiðin sem hann lenti í núna snemma í mars á sér engan líka.


Ævintýrið á Viðey RE 

Hann fór á Viðey RE ásamt áhöfn sinni suður útaf Eldey og fór út á miðnætti 1.mars. Þeir komu í land 3 mars klukkan 0600 með fullfermi eða


 209,5 tonn, af þessum afla þá var ufsi 173 tonn. Þessi túr er aðeins um 54 klukkutímar eða um 2 og hálfur dagur, þetta gerir um 84 tonn á dag


 sem er fáranlega mikill afli. Mok er ekki nógu stórt orð til að hafa yfir svona mikinn afla.


Næsti túr þá var farið út 3.mars klukkan 2200 og komu í land sunnudaginn 7.mars klukkan 1000 og aftur með fullfermi eða 221 tonn.


 Þessi túr er um 3 og hálfur dagur og það gerir um 63 tonn á dag.


Samtals hefur við Viðey RE landað 430 tonnum á aðeins 6 dögum sem eru um 72 tonn á dag.


og það má geta þess að í fyrri túrnum þá komu mest 124 tonn í togarann á einum sólarhring


Já þetta er alveg ótrúlegur afli og eins og Kristján sagði sjálfur “ geri aðrar áhafnir betur".  en í svona miklu moki þá er þetta


samspil allrar áhafninnar frá brú og niður í vél, en um borð í Viðey RE er 15 manna áhöfn.  


um borð í Viðey RE er kerfi sem gerir það að verkum að lestinn er mannlaus og þetta kerfi gerir það að verkum að aðeins einn maður 


vinnur við það verk í stað tveggja og það munar um það í svona moki að hafa fleiri í aðgerð.



Að sögn Kristjáns þá eyddu þeir 10 klukkutímum í fyrri túrnum til þess að finna stóra ufsann en hann var uppistaðan í veiðinni. 


 Og voru svo að toga þetta 2,5 til 3 tíma með 10 til 14 tonn í hali.


Án efa er þetta einn mesti afli sem að togari á vegum Brims og Granda og jafnvel lengra aftur í tímann  hefur fengið á aðeins 6 dögum


ansi magnað og vel gert hjá áhöfn Viðeyjar RE .



  

Viðey RE mynd Hólmgeir  Austfjörð