yfir 800 tonn af spærling

Þá er  nýjasti uppsjávarlistinn kominn á aflafrettir.



Sá afli sem sést á þeim lista er. Makríll, Síld og Kolmuni.

enn bátarnir veiða líka meðafla sem ekki kemur fram 

og núna í ár og sérstaklega í haust þá hefur ein fisktegund verið ansi mikið veitt af

og er það spærlingur,

alls hefur núna verið landað 820 tonnum af spærling,

Heimaey VE á ansi stóran  hluta af því því Heimaey VE kom með 263 tonn af spærling í einni löndun sem var þá

meðafli með síldveiðum,

aðrir sem hafa landað spærling eru

Hoffell SU með 206 tonn

Jóna Eðvalds SF með 141 tonn

Hákon EA með 103 tonn

Veiðar á spærling voru stundaði hérna við Ísland á árunum 1970 og framyfir árið 1980.  mestur var aflinn árið 1978 

35 þúsund tonn.   yfir heildina ´þá má nefna að árið 1974 þá voru veidd 900 þúsund tonn af spærling í Norðursjó.

Veiðar á spærling voru helst með trolli og voru margir bátar frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn sem stunduðu þessar 

veiðar . t.d Bjarnarey VE.  Arnar ÁR, Suðurey VE og fleiri.  nokkuð loðnuskip voru á spærlingsveiðum og  nefna má

að árið 1979 þá landaði Gísli árni 2016 tonnum af spærling í 11 róðrum. 


Heimaey VE mynd Hreiðar Jóhannsson