Er hægt að lifa af 6% skerðingu?

Undanfarin 30 ár eða svo hef ég safnað saman aflatölum um alla íslenska báta eins langt aftur tímann og ég hef getað.  á aflatölur aftur til ársins 1894,


öll þessu 126 ár eða svo þá hefur aðalfiskurinn sem veiðist verið þorskur, og fyrstu árin eða fram undir 1945 þá voru það mest megnis erlendir

togarar sem voru á veiðum hérna við ísland og þá var enginn landhelgi heldur voru togararnir að toga svo til í kálgörðunum og t.d 

inn í Beiðarfirðinum og Faxaflóanum sem í dag eru lokuð fyrir veiðum með togveiðarfærum.

Þorskaflinn meðan veiðar voru frjálsar fóru upp í 500 þúsund tonn enn voru vanalega á bilinu 300 til 400 þúsund tonn,

árið 1984 þá var settur kvóti á svo til mest allar fiskveiðitegundir og var markmið með kvótanum að vernda fiskistofnanna fyrir ofveiði, en þá 

voru um 100 togarar og hátt í 400 bátar á veiðum.  

síðan líður tíminn og það er doldið öfugmæli en á sama tíma og kvótakerfið eldist, þá hefur útgerðum og þá sérstaklega einstaklings útgerðum 

fækkað gríðarlega mikið og bátum fækkað mjög mikið, sama má segja um togaranna,

kvótinn aftur á móti og þá aðallega þorskkvótinn hefur minnkað mikið og núna leggur Hafró það til að skera niður þorskvótann niður um 6% eða í tæp

209 þúsund tonn.  

Hvernig mælir Hafró þorskinn.  jú þeir nota þrjú röll.  netarall sem fram fer ár hvert í apríl og undanfarin ár þá hefur verið mokveiði í netin 

hjá þeim bátum sem hafa stundað veiðar í rallinu.  auk þess þá er togararall yfir veturinn og haustrall sem fram fer í október og er í báðum 

þeim röllum notaðir togarar, og togað er á sömu slóðum ár eftir ár.  

í haustrallinum 2021 þá kom það frekar illa út og þá aðalega á svæðinu við Suðvesturland, en sjómenn sem stunda veiðar þaðan vita það að

á þessum tíma þá er þorskveiði ekki mikil á þessum tíma, helst er veiðin góð beint útaf Sandgerði.

í október árið 2021 þá var skrifuð frétt á Aflafrettir.is  hvar er þorskurinn  


þetta með að kvótinn sé minnkaður er nokkuð sértakt því t.d síðustu netavertíðir þá hefur verið mokveiði í netin og hafa bátar þurft að fækka mjög

mikið netunum hjá sér því það er bara allt fullt af þorski,

Það hefur verið í fréttum að vel hafi gengið hjá strandveiðibátum sérstaklega á svæði A, en það kemur svo sem ekki á óvart.

enn það sem kemur kanski mest á óvart er að veiðar hjá færabátunum við Suðurnesin, t.d Sandgerði að þar hefur verið mjög góð veiði

og allir náð skammtinum sínum , sem er óvenjulegt því vanalega fer þorskurinn í burtu.

svo nóg er af þorskinum og Svandís er búinn að gefa það út afð útgerðir ráði við 6% skerðingu.

Einn af þeim sem róa á handfæri og veltir fyrir sér þessum orðum Svandísar ráðherra er Þorsteinn Jóhannesson,  og hann skrifað pistil 

sem aflafrettir fengu leyfi til þess að birta hérna

Opið bréf til Matvælaráðherra

Háttvirtur ráðherra Svandís Svavarsdóttir, það var haft eftir þér í fjölmiðlum í síðustu viku eftir birtingu ráðgjafar Hafransóknarstofnunar um 6% niðurskurð á þoskkvóta á næsta fiskveiðiári, að útgerðirnar eigi að geta ráðið við þessa minkun á veiðiheimildum með betri nýtingu. Nú ætla ég að leita ráða hjá þér hvernig að ég sem að geri út smábát með krókaaflamarki sem að er komið niður í rúm 12 þoskígildistonn eftir 13% skerðingu á þessu ári geti brugðist við 6% skerðingu á því næsta?
Forvera þínum Sigurði Ínga tókst að eyðileggja krókaaflamagnskerfið með því að breita stærðamörkum smábáta upp í þrjátíu tonn sem að var til þess að hér um bil allur kvóti í krókaaflamarki er homin í hendur stórútgerðarinnar og leigukvóti orðinn nær ófáanlegur og þá á mjög háu verði.
Hugsanlega ráðleggur þú mér að fara í strandveiðikerfið,en því er til að svara að þar sem að ég er með þessa litlu veiðiheimild finnst mér ekki rétt að leigja frá mér veiðiheimild þar sem að veiðiskildan er einungis 50% (margir leigja allt eftir einhverjum krókaleiðum) og hafa af því tekjur til að fara í félagslegt kerfi sem að strandveiðin er,eins og svo fjölmargir gera.(það er eins og að skreppa úr vinnu til að sækja atvinnuleysis bætur).Ég hef stundað handfæraveiðar nokkuð lengi, fór fyrst á trillu 1967 og hef verið meira og minna við þetta síðan og eingöngu síðastliðin 10 ár.
Það eru töluverðir ágallar á strandveiðikerfinu sem að ég á erfitt að sætta mig við.
Ég fef alltaf reynt að róa eftir veðurspá og gæftum hvort sem er á virkum degi eða helgi, það passar ekki alltaf við exel skjalið og dagatalið frá Ráðuneitinu.
Kolefnisspor er mikið lægra þar sem að koma með meiri afla í hverri ferð.
Eigenda ákvæði strandveiðilaganna er marklaust,Það er ekki sett neitt lágmark á eign í bátnum þar af leiðandi eru margir leguliðar að róa þessum bátum.
Það er algerlega búið að eyðileggja frjálsræðið sem að hefur fylgt smábátaútgerð í árhundruð og ég tel mig eiga fullann rétt á sem Íslenskur þegn, að geta gert út bát og lifað af minni vinnu.
Og en er verið að herða að með óásættanlegum mönnunareglum.
Því spyr ég þig háttvirtur Ráðherra hvernig á ég að bregðast við væntanlegum niðurskurði?
Ég læt ér fylgja með mynd sem að sýnir vel árangurinn af fiskveiðistjórnuninni síðustu áratugina.
En samkvæmt orðum forstjóra Hafransóknarstofnunar er þorskstofninn í mjög góðu ástandi og hefur ekki verið betri síðan 1960.

Með von um góðar ráðleggingar. Kveðja þorsteinn jóhannesson.



Hérna er mynd sem sýnir þorskaflann á íslandsmiðum frá 1945,