Strandveiðin í júlí 2025. Bolungarvík stærst
Jæja þá er þetta komið
best að byrja á því að segja að ég sinni síðunni um allt land meðan ég er að keyra rútu með ferðamenn
og í gær þá var ég á Hótel Laugum og þá tók ég saman gögnin um bátanna
og núna er ég á Djúpavogi og skrifa þessa frétt
en eins og fram hefur komið þá voru strandveiðar bannaðar frá og með 17 júlí
En ég sagði þá að ég myndi koma með fjórar fréttir um aflann á svæðunum A. B...C og D
og það er allt hérna
en eitt kemur fram hérna sem hefur ekki komið fram
það eru stærstu hafnirnar
í maí og júni þá var Sandgerði stæsta höfnin með fjölda báta
en núna í júlí þá var Bolungarvík stærsta höfnin, og helsta skýringinn afhverju Sandgerði var ekki stærst var sú að ansi margir
sjómenn í Sandgerði hættu veiðum og réru bara í júní
ÞAð voru 69 bátar sem komu til Bolungarvíkur og lönduðu afla, og á eftir Bolungarvík kom Patreksfjörður
SAndgerði kom síðan í þriðja sætinu
Sæti | Höfn | Bátar |
1 | Bolungarvík | 69 |
2 | Patreksfjörður | 58 |
3 | Sandgerði | 52 |
4 | Ólafsvík | 40 |
5 | Siglufjörður | 32 |
6 | Suðureyri | 30 |
7 | Tálknafjörður | 27 |
8 | Hornafjörður | 26 |
9 | Skagaströnd | 25 |
10 | Rif | 23 |
Aflahæsti báturinn í júlí var Dögg SF
og Dögg SF var reyndar aflahæstur allra strandveiðibáta á þessari vertíð 2025 með alls 48,11 tonna afla í 34 róðrum

Dögg SF mynd Kiddi Jóns